Heimsókn í Borgarfjörðinn

Á miðvikudaginn kemur verð ég gestur á Aðalfundi Vinstri grænna í Borgarbyggð.  Fundurinn verður haldinn í Hyrnunni í Borgarnesi og hefst kl. 20.00.  Það er mér sérstök ánægja að Borgfirðingar hafi boðið mér að koma og ræða um stjórnmálin, enda af mörgu að taka um þessar mundir: efnahagsmál, samgöngumál, heilbrigðismál, umhverfismál o.fl.

Héraðsblaðið Skessuhorn greinir frá fundinum í dag og má lesa frétt um málið hér.  Að fundinum loknum mun ég svo halda með fjölskyldu minni í sveitasæluna í Reykholtsdalnum þar sem við eigum gott athvarf úr önnum hversdagsins.


Bloggfærslur 17. mars 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband