Stórleikur Rússa

Þetta var stórleikur Rússa, í einu orði sagt.  Nú var mér nokkur vandi á höndum því ég hef fylgst með Evrópumeistaramótinu í fótbolta með þá von í brjósti að Hollendingar yrðu meistarar.  En Rússar voru númer tvö í mínum huga.

Það var því nokkuð blendin tilfinning að þurfa að horfast í augu við þessi tvö draumalið mín keppa á þessu stigi, hefði auðvitað viljað sjá þau í úrslitaleiknum.  Það var hins vegar ekki í boði og því beið ég þess sem verða vildi.  En Rússar áttu einfaldlega stórleik.  Roman Pavljútsjenko og Andrej Arshavin voru frábærir og einnig Dmítríj Torbinskij sem kom inná sem varamaður.

Vissulega eiga Hollendingar frábæra leikmenn eins og Van der Saar og Nistelrooy, og það er sárt að sjá þá dottna út, meðan miklu síðri lið eins og Tyrkir og Ítalir halda áfram.  Svona er fótboltinn ósanngjarn á stundum.

En Rússar mega vel við una.  Þeir áttu einfaldlega stórleik í kvöld, voru mun betri lengi framan af þótt Hollendinga sæktu í sig veðrið og þeim tókst jú að jafna á 86. mínútu.  En í framlengingunni voru Rússar eins og þeir væru að byrja nýjan leik og úrslitin voru afar verðskulduð.

Og í öllu falli var leikurinn stórkostleg skemmtun.


mbl.is Rússar í undanúrslit eftir sigur á Hollandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. júní 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband