Ný verkefni

Við ríkisstjórnarskiptin var kosið í allar fastanefndir Alþingis á nýjan leik.  Nú í hádeginu var ég kjörinn formaður utanríkismálanefndar Alþingis. 

Ég hlakka til að fá að starfa að utanríkismálunum og mun áreiðanlega njóta góðs af því að í nefndinni eru margir reyndir þingmenn og raunar 5 fyrrverandi ráðherrar einnig.  Þórunn Sveinbjarnardóttir fyrrv. umhverfisráðherra var kjörin varaformaður.

Á fundinum lýsti ég þeim ásetningi mínum að starfa vel með öllum nefndarmönnum og að ég myndi leggja mig fram um að unnt væri að ná sem víðtækastri samstöðu á vettvangi nefndarinnar um þau mál sem hún mun fá til umfjöllunar.


Bloggfærslur 5. febrúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband