2.4.2009 | 08:10
Hræðslubandalagið
Enn eina ferðina hafa Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið stillt saman strengi í aðdragandi kosninga. Enda þótt það gerist í hvert sinn sem kosningar nálgast, veldur það jafnframt vonbrigðum að fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega, skuli æ ofan í æ falla í á gryfju að gerast pólitískur erindreki Sjálfstæðisflokksins. Nú, eins og svo oft áður, er það hræðsluáróðurinn sem sameinar flokkinn og fjölmiðilinn.
Íslensk þjóð horfist nú í augu við meiri erfiðleika en hún hefur upplifað um langt langt skeið. Hrunið í efnahags- og atvinnulífinu hefur í för með sér skelfilegar afleiðingar, atvinnuleysi, tekjufall, húsnæðismissi, gjaldþrot o.s.frv. Stórkostlegt gáleysi og getuleysi við stjórn landsins, hinn pólitíski ásetningur um afskiptaleysi hins opinbera og trúin á að taumlaus græðgi og endalaus vöxtur myndu auka velsæld, ætla að reynast okkur Íslendingum dýrkeypt lexía. Þótt margri aðilar í samfélaginu beri ábyrgð á því hvernig komið er, verður ekki framhjá því horft að á hinu pólitíska sviði er ábyrgðin fyrst og fremst Sjálfstæðisflokksins. Hugmyndafræði hans, nýfrjálshyggjan og hömlulaus markaðstrú, hefur beðið skipbrot og þjóðin mun þurfa að bera byrðarnar af þeirri ægilegu skuldsetningu sem þetta þrotabú Sjálfstæðisflokksins skilur eftir sig.
Sjá greinina í heild á http://www.smugan.is/pistlar/adsendar-greinar/nr/1488.