Frábær barátta Íslands á HM

Íslenska handknattleiksliðið barðist stórkostlega allan leikinn á móti Slóvenum, en leiknum lauk nú fyrir stundu með sigri Íslands, 32-31.  Síðustu mínúturnar voru að vísu óþægilega spennandi þegar Slóvenum tókst að minnka muninn niður í eitt mark, en íslensku strákarnir gáfust aldrei upp og börðust eins og hetjur til loka leiksins. 

Ísland er nú komið í 8-liða úrslit og því ein af allra bestu handknattleiksþjóðum í heimi.  Leikurinn við Þjóðverja á morgun breytir ekki stöðu okkar að þessu leyti þó vissulega væri gaman að velgja gestgjöfunum aðeins undir uggum.  Vonandi gengur okkur vel þá líka.

Í leiknum í dag voru markverðirnir, Birkir Ívar Guðmundsson og Roland Eradze, ásamt Loga Geirssyni tvímælalaust bestu menn okkar.  Til hamingju með frábæran árangur.


mbl.is Ísland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband