Þjóðin klofin um gjaldmiðil

Skoðanakönnun Blaðsins um afstöðu fólks til evrunnar sýnir að þjóðin er klofin í tvær fylkingar í málinu.  Hafa verður í huga að þótt umræða um málið hafi verið nokkur að undanförnu, liggja engar ítarlegar upplýsingar fyrir um kosti og galla upptöku evrunnar.  Þó ætti flestum að vera ljóst að evran verður ekki tekin upp sem gjaldmiðill nema að við göngum í Evrópusambandið.  Það yrði því að vera fyrsta skref.  Miðað við að fylkingarnar tvær er hnífjafnar, skv. skoðanakönnun Blaðsins, getur varla verið árennilegt fyrir stjórnmálaflokka að leggja upp í baráttu fyrir upptöku evrunnar.  Minnug þess hvernig stóriðjustefnan hefur klofið þjóðina!
mbl.is Álíka margir vilja evru og hafna henni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það liggja engar ítarlegar upplýsingar um kosti þess að taka upp krónu en ókostirnir eru dagljósir þannig umræða og ítarleg könnum sem er kjörinn vetvangur fyrir alla hugsandi stjórnmálamenn í dag sem vilja horfa fram í tímann. Fólkið í landinu sérstaklega láglaunafólk er kúgað með okruvaxtastefnu valdalausra herra á háum launum í Seðlabankanum og duttlungum krónunar.  Krónunni má líkja við náttúruhamfarir sem ógnar stöðuleika.

Þuríður Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:38

2 identicon

Ef Ísland gengur í evrópusambandið, munum við fyrst fyrir alvöru tapa stjórn á jákvæðri framvindu þessarar þjóðar og landsins.

Þá munum við því miður sjá betlara á götuhornum í auknum mæli, því evran mun ekki hafa neitt öðruvísi áhrif hér en í evrópu.

Hver af þeim sem svöruðu skoðanakönnun höfðu virkilega upplifað breytinguna sem evran orsakaði í evrópu???? Hafa íslendingar hugmynd um hvað það hefði í för með sér að "gefa upp sjálfstæðið" með inngöngu í evrópusambandið?? Fólk er áhrifagjarnt, og nýungagjarnt, en í öllum bænum hugsum lengra en nef okkar nær!

Íslendingar hafa alltaf verið sérstakir og klórað sig gegnum endalausar krísur í gegnum aldirnar. Núna erum við talin hamingjusamasta þjóðin, og í raun gengur okkur í heildina betur en nokkru sinni fyrr. Hvað vita margir hér á landi að 11. hver þjóðverji lifir undir fátækramörkum? Það eru 11 milljón manns!! Það fólk hefur ekki efni á að hita hýbíli sín.

Hvað búa margir fátækir íslendingar í óhituðu húsnæði, og betla á götuhornum alla daga? Hm?  Við erum sérstök þjóð í sérstöku landi og okkur líður í heildina vel. Það væri synd að tapa þeirri sérstöðu vegna vanhugsaðrar nýungagyrni.

Evrópusambandið er mjög ungt, og engann veginn komin reynsla á hvort þetta var gæfuríkt spor, þó fátæku þjóðirnar sækist allar eftir að ganga í það. Væri ekki viturlegt, þar sem við erum ekki fátæk þjóð, að bíða nokkur ár og sjá til hvort við seljum okkur evrópu?                            

ark

ark (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 11:19

3 identicon

Ef Ísland gengur í evrópusambandið, munum við fyrst fyrir alvöru tapa stjórn á jákvæðri framvindu þessarar þjóðar og landsins.

Þá munum við því miður sjá betlara á götuhornum í auknum mæli, því evran mun ekki hafa neitt öðruvísi áhrif hér en í evrópu.

Hver af þeim sem svöruðu skoðanakönnun höfðu virkilega upplifað breytinguna sem evran orsakaði í evrópu???? Hafa íslendingar hugmynd um hvað það hefði í för með sér að "gefa upp sjálfstæðið" með inngöngu í evrópusambandið?? Fólk er áhrifagjarnt, og nýungagjarnt, en í öllum bænum hugsum lengra en nef okkar nær!

Íslendingar hafa alltaf verið sérstakir og klórað sig gegnum endalausar krísur í gegnum aldirnar. Núna erum við talin hamingjusamasta þjóðin, og í raun gengur okkur í heildina betur en nokkru sinni fyrr. Hvað vita margir hér á landi að 11. hver þjóðverji lifir undir fátækramörkum? Það eru 11 milljón manns!! Það fólk hefur ekki efni á að hita hýbíli sín.

Hvað búa margir fátækir íslendingar í óhituðu húsnæði, og betla á götuhornum alla daga? Hm?  Við erum sérstök þjóð í sérstöku landi og okkur líður í heildina vel. Það væri synd að tapa þeirri sérstöðu vegna vanhugsaðrar nýungagyrni.

Evrópusambandið er mjög ungt, og engann veginn komin reynsla á hvort þetta var gæfuríkt spor, þó fátæku þjóðirnar sækist allar eftir að ganga í það. Væri ekki viturlegt, þar sem við erum ekki fátæk þjóð, að bíða nokkur ár og sjá til hvort við seljum okkur evrópu?                            

ark

ark (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 11:24

4 identicon

Halló hver á Ísland? Miðin eiga nokkrir kvótakóngar, Auðin eiga örfáir og bankarnir munu taka völdin, sæmilega hugsandi maður hlýtur að sjá að bankarnir beita samráði, kjörin allstaðar eins, aðeins þeir sem eiga peninga geta flutt peninganna sína úr landi og munu gera ef við gerum framtíðarplön, hver við viljum verða. 90% af þjóðinni er í gíslingu! annars er ég að svara óskráðum ark.  Þuríður

Þuríður Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 12:40

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Leyfi mér að spyrja auðmjúklega - oft hef ég hugsað svona þegar niðurstöðum úr skoðanakönnunum er slegið upp: Hvaða vit hefur þjóðin á þessu máli? Ég veit bara með sjálfan mig - ekki er ég nægilega dómbær á þetta; tel mig samt þokkalega skýran og þokkalega uppfræddan. En líklega má ekki spyrja svona ...

Hlynur Þór Magnússon, 7.2.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband