Nú þarf að taka á loftslagsmálum í Reykjavík

Á fundi borgarráðs Reykjavíkur sem haldinn var í dag, lögðum við fulltrúar Vinstri grænna til að nú þegar yrði tekist á við þann vanda sem vaxandi loftmengun í borginni hefur á umhverfi og vellíðan borgarbúa.  Nýjar skýrslur um þessu mál sýna að við erum komin á ystu nöf og nú er ekki unnt að sópa vandanum undir teppið, heldur verða stjórnmálamenn að taka á þeim.  Tillaga okkar Vinstri grænna er þannig:

Borgarfulltrúar Vinstri grænna leggja til að borgarstjórn Reykjavíkur bregðist nú þegar við upplýsingum sem fram koma í nýrri skýrslu um loftslagsmál með því að stofna þverpólitískan starfshóp, Loftslagsráð Reykjavíkurborgar, stjórnmálamanna og embættirmanna í Reykjavík til að meta og endurskoða allar áætlanir borgarinnar í skipulags-, umhverfis- og samgöngumálum. Ráðið verði stofnað með það fyrir augum að unnt verði að hefjast nú þegar handa við að draga stórlega úr losun gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík og bæta þannig umhverfi og vellíðan borgarbúa.

 Tillagan ásamt greinargerð er hér í viðhengi.

 

Og svo má benda á tillögu þingmanna Vinstri grænna um svipað mál hér


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Þarft framtak, en ég sakna í plagginu að ger tsé ráð fyrir samráði líka við félagasamstök.  Sér í lagi þyrfti að leita til samtaka sem láta sér sérstaklega umhverfismálin varða. Þeir kunna að hafa þekkingu og tillögur til leiða sem sérfræðingar sem leitað verði til hafa ekki.  Svo væri það líka í anda Río-sattmála og Árósarsattmálanna. Dæmi um samtök sem ættu sennilega  að hafa samráð við í opnu ferli :  Landvernd, Náttúruverndarsamtök Íslands (með Vistvernd í verki),  Neytendasamtökin, Landssamtök hjólreiðamanna, Samtök iðnaðarins, Félag íslenskra bifreiðaeiganda, Rauði krsossin.  

Til að skapa tækifæri fyrir skipulegum umræðum mætti taka tilboðið sem stendur opið hjá campaigns.wikia.com um að mynda opnum vettvangi ( á íslensku) þer sem allir sem hafa eitthvað til málanna að leggja geta tekið þátt.  Þetta er umræðuvettvangur fyrir mélefnanlegan og strúktúreraðan framsetning um pólitisk máelefni, og þegar búið að bæa við öðrum tungumálum en enskuna ( til dæmis á spænsku : http://es.campaigns.wikia.com/wiki/Portada )

Morten Lange, 9.2.2007 kl. 14:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband