Framtíðarlandið áfram þverpólitísk samtök

Ákvörðun félagsfundar Framtíðarlandsins í gærkvöldi, um að bjóða ekki fram lista til Alþingis undir nafni samtakanna, tryggir að þau geta áfram verið þverpólitísk baráttusamtök fyrir umhverfis- og náttúruvernd í landinu.  Það var skynsamleg niðurstaða.

Í Framtíðarlandinu eru félagar úr flestum ef ekki öllum stjórnmálaflokkum, og það hefði væntanlega dregið allan mátt úr starfi Framtíðarlandsins, ef boðið hefði verið fram í nafni samtakanna.  Þau eru og verða áfram mikilvæg grasrótarsamtök sem berjast í þágu náttúrunnar og umhverfissjónarmiða.

Hitt getur svo vel verið að einstaklingar úr röðum samtakanna, væntanlega þeir sem eru til hægri eða á miðju stjórnmálanna, ákveði að bjóða fram í eigin nafni.  Það mun koma í ljós á næstunni og getur orðið spennandi viðbót við þá flóru hugsanlegra framboða sem nú er í deiglunni.   Slíkt framboð mun þá fyrst og fremst höfða til þeirra er alla jafna styðja Sjálfstæðisflokk eða Framsóknarflokk, en hafa fengið nóg af stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar.


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband