Einstök húseign í miðjum almenningsgarði seld einkaaðilum!

Borgarfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks lögðu til á fundi borgarráðs í dag að húseigning Fríkirkjuvegur 11 yrði seld Björgólfi Thor Björgólfssyni, stóreignamanni.  Meirihluti borgarráðs samþykkti söluna en ég greiddi atkvæði gegn henni og mun hún því ekki öðlast endanlegt samþykki fyrr en að lokinni afgreiðslu borgarstjórnar þann 20. febrúar nk.

Við í Vinstri grænum höfum alla tíð lagst gegn sölu á þessu húsi.  Ástæðan er einföld: húsið er staðsett í miðjum almenningsgarði, Hallargarðinum, og sala þess til einkaaðila mun því rýra gildi garðsins og takmarka afnot af honum.  Húsinu verður afmörkuð lóð sem eigandi getur þá girt af.  Jafnframt samþykkti meirihlutinn að kanna kosti þess að selja Björgólfi enn meiri hlut úr garðinum.  Útivistar- og náttúruperlur í miðborginni eru föl fyrir peninga hjá þeim sem stýra för í borgarstjórn Reykjavíkur.  Að mati okkar Vinstri grænna er með sölunni verið að fórna almannahagsmunum fyrir hagsmuni einkaaðila.


mbl.is Borgarráð samþykkti að taka tilboði Novators í Fríkirkjuveg 11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að kosta dágóða summu að halda þessu húsi við og núna losnar borgin undan því og fær myndarlega fjárhæð fyrir það. Það er æðislegt að það skuli enda aftur hjá Thors ættini og núna er húsinu er bjargað fyrir lífstíð. Og þú segir "Að mati okkar Vinstri grænna er með sölunni verið að fórna almannahagsmunum fyrir hagsmuni einkaaðila" gætir þú bent mér á þessa hagsmuni ?

Sævar Hólm (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 19:42

2 identicon

Þessi hugsanarháttur sem sést hjá þér í þessari grein og athugasemd sem ég las frá þér á öðru bloggi hér á mbl.is er hrein ömurð og lýsir smásál.

Guði sé lof að VG og þess pótintátar eru ekki við stjórn þar sem ég bý.

Hvaða mögulegu almannahagsmunum var verið að fórna? 

Geir (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 20:11

3 Smámynd: áslaug

Verð að geta þess að ég treysti Björgólfi Thor miklu betur til að sjá um þetta fallega hús en opinberum aðilum. Og hver væri líka tilgangurinn? Að leggja það undir kontóra fáeinna borgarstarfsmanna eins og verið hefur marga undanfarna áratugi? Nei, nú verður húsinu sýndur sá verðugi sómi sem því ber og varla hafa nokkrir áhyggjur af því (nema auðvitað Vinstrigrænir) að nýju eigendunum farist þetta ekki vel úr hendi. Vil taka sérstaklega fram að svo er að heyra sem fólk sé upp til hópa sammála þessari ráðstöfun.

áslaug, 8.2.2007 kl. 20:18

4 identicon

Halló !!!!

Hverjir seldu gamla Borgarbókasafnið ? og það útlendingi. 

Þóra (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 21:16

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Einhvern veginn, ágæti Árni Þór, finnst mér gott til þess að vita, að húsið skuli komið í eigu Björgólfs Thors - og þá jafnframt að Reykjavíkurborg skuli fá meira en hálfan milljarð króna fyrir til sinna nota. Röksemdir þínar eiga vissulega rétt á sér, að mínum dómi, en þegar um er að ræða afkomanda gamla Thors Jensens en ekki einhven ótíndan braskara, mann sem jafnframt verður að teljast fulltreystandi til þess að sýna húsinu og umhverfi þess hinn mesta sóma, þá finnst mér málið liggja nokkuð beint við. Annað: Það er skelfilegt áfall hvernig Vinstri grænir bregðast traustinu í Mosfellsbæ - Mosfellssveitinni, minni fæðingar- og uppeldissveit. Ætli þetta sé fyrirboði þess sem verða muni víðar - á landsvísu - ef flokkurinn kemst til valda? Manni finnst stundum eins og það sé engum að treysta.

Hlynur Þór Magnússon, 8.2.2007 kl. 21:28

6 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sé að það eru allnokkrir hér sem kunna ekki að meta afstöðu okkar í Vinstri grænum.  Það skal tekið fram að við höfum ekkert á móti BThB og vafalaust mun hann sýna húsinu sóma.  Það er hins vegar þannig í sveit sett (öndvert við sum önnur hús sem hafa verið nafngreind) að það stendur í miðjum almenningsgarði, garði þar sem koma þúsundir borgarbúa við hátíðleg tækifæri og það eru hagsmunir þeirra sem við erum að tala um.  Það er ekki allt falt fyrir peninga í okkar augum, en vissulega eru ekki allir sammála okkur í þeim efnum.

Árni Þór Sigurðsson, 8.2.2007 kl. 22:27

7 identicon

komstu þá ekki með einhverja tillögu um hvað eigi að gera við húsið? varla er þetta hús hentugt fyrir eitthvað batterý á vegum borgarinnar. En man ekki betur en að þarna sé bara smá túnblettur, og einu skiptin sem eitthvað er að gerast þarna er á 17 júní, sett upp sjoppa eða eitthvað álíka

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 22:56

8 identicon

 

Þetta er skammarlegt að selja þetta fyrir skitnar 600 milljónir.....almenningur er þarna öllum dögum í þúsundatali nánast daglega og á 17.júní t.d. er þarna tugþúsundir....600 millur fyrir safn sem er opið almenningi er bara rugl og núna skilur maður af hverju VG er orðinn stærri en samfylkingin........þeir hugsa betur og meira og framsýni þeirra eru engin takmörk sett.....

 Lengi lifi VG !

Björn Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 08:30

9 identicon

Ertu ekki svoldið að skjóta þig í fótinn Björn Gunnarsson ? Eins og ég túlka orðin hjá þér þá talar þú um að þetta sé þér kær staður en talar svo um að þetta hafi bara farið á "skitnar 600 milljónir" ... með öðrum orðum, ef það hefðu fengist 2 milljarðar þá værir þú sæll og glaður ? Og það er ekki Árna Þór að þakka að VG er orðinn stærri, það er Steingrími að þakka, annann eins ræðusnilling er vandfundinn og er mér ofarlega í huga orðin "drusla og gunga"

Sævar Hólm (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband