12.2.2007 | 10:07
Steingrímur óumdeildastur
Í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist í morgun er greint frá trausti kjósenda á stjórnmálaleiðtogunum. Það vekur athygli að formaður Sjálfstæðisflokksins, Geir Haarde, nýtur stuðnings um 32% meðan flokkurinn fær um 35%. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna nýtur trausts tæplega 26% kjósenda en flokkurinn fær um 23%. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, leiðtogi Samfylkingarinnar, nýtur trausts um 12% kjósenda en flokkurinn fær um 28% fylgi.
Þegar stuðningur og traust á stjórnmálaleiðtogunum er skoðað og sömuleiðis hverjum þeirra fólk vantreystir mest, þá kemur upp úr dúrnum að Steingrímur J. Sigfússon er óumdeildastur, hann er í öðru sæti yfir þá sem mest trausts njóta og kemst ekki á blað yfir þá sem fólk vantreystir. Rúm 27% vantreysta Ingibjörgu, tæp 12% vantreysta Geir og rúm 8% vantreysta Birni Bjarnasyni.
Þessi niðurstaða staðfestir að málefni Vinstri grænna njóta víðtæks stuðnings og trúverðugleiki forystunnar er mikill. Í því liggja heilmikil sóknarfæri. Þjóðin treystir Steingrími J. augljósa best til að leiða ríkisstjórn ef frá er talinn núverandi forsætisráðherra. Sérstaklega er athyglisvert að Steingrímur nýtur mikils trausts kvenna - athyglisvert ekki síst í ljósi ákveðinnar umræðu um jafnréttishugsjónir stjórnmálaleiðtoganna.
![]() |
Flestir treysta Geir af stjórnmálaleiðtogunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.