Gorbatsjov greinir heimsmálin

Í Fréttablaðinu í dag er grein eftir Mikhaíl S. Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna og friðarverðlaunahafa Nóbels.  Þar greinir hann á sannfærandi hátt stöðu alþjóðamála og ekki síst stöðu og hlutverk Bandaríkjanna undir núverandi forystu þeirra.

Gorbatsjov

Gorbatsjov gagnrýnir harðlega einhliða utanríkisstefnu Bush-stjórnarinnar og segir m.a.:

Önnur afleiðing af einhliða stefnu og tilraunum til að gerast allsherjarleiðtogi er sú að flestum alþjóðastofnunum hefur ekki tekist að takast með raunhæfum hætti á við hnattlæg verkefni nýrrar aldar - umhverfiskreppuna, sem breiðist út æ hraðar, og fátæktarvandann, sem hefur áhrif á milljónir manna um heim allan.  Bæði alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi, sem er umfangsmeiri en nokkru sinni fyrr, og ör útbreiðsla þjóðernis- og trúarátaka eru uggvænleg merki frekari vandræða."

Þarna skrifar maður með afar yfirgripsmikla þekkingu á alþjóðamálum og skýra framtíðarsýn.  Hver hefði trúað því á árum áður að fyrrverandi leiðtogi alræðisríkis myndi nálgast viðfangsefni 21. aldarinnar með þessum hætti?  Í greininni gerir Gorbatsjov líka upp við fortíð Rússlands með þessum orðum:

Samt sem áður eru engar raunverulegar ástæður til þess að óttast Rússland.  Landið mitt stendur frammi fyrir margvíslegum erfiðleikum og margt má gagnrýna og það gerum við.  Það er svo sannarlega erfitt verk að læra nýja siði og byggja upp lýðræðislegar stofnanir.  En Rússland mun aldrei snúa aftur til alræðis fortíðarinnar.  Erfiðasti kafli leiðarinnar er þegar að baki.  (Leturbr. mín)

Skv. Fréttablaðinu munu greinar eftir Gorbatsjov um alþjóðamál birtast mánaðarlega og jafnframt geta lesendur sent Gorbatsjov spurningar á netfangið gorbatsjov@frettabladid.is.  Þetta er vissulega lofsvert framtak hjá Fréttablaðinu því engum blöðum er um það að fletta að Gorbatsjov er einn merkast stjórnmálaleiðtogi 20. aldarinnar og upphafsmaður að þeim gríðarlegu breytingum sem urðu undir lok aldarinnar á skipan heimsmála, ekki síst í Evrópu.

Greinina í blaðinu í dag má nálgast hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ósammála.

1. Það var Regan en ekki Gorbatsjov sem felldi USSR einungis þrír stjórnmálaleiðtogar studdu hann Tatcer, Jón Balvin og Jóhannes Páll páfi.

2. Bandaríkjaforseti hefur verið heimsleiðtogi amk. frá 1920 og skiptir ekki máli hvernig mönnum líkar það. Carter stóð gegn Brésnéf með mannréttindi að vopni, óbein og ekki tilætluð afleiðing urðu mannréttindi í Evrópu. Clinton stóð svo fyrir fjármálabyltinguni í Evrópu, afleiðingin á Íslandi var að SÍS fór á hausinn. Búss stendur svo fyrir fasistabyltingunni í Evrópu sem þó er stutt gengin.

Þanni eru Bandaríkjaforsetar ekki að reyna að vera heimsleiðtogar þeir eru það.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 10.2.2007 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband