8.3.2007 | 07:58
Ábyrgð og traust skila árangri
Skoðanakönnun Blaðsins, sem birt er í dag, bendir til þess að Vinstri græn séu enn með mikinn byr í seglin, eins og raunar flestar skoðanakannanir undanfarna mánuði sýna glöggt. Flokkurinn mælist með tæp 24% fylgi. Kjarnmikill og kröftugur landsfundur fyrir 10 dögum staðfestir stöðu flokksins. Málflutningur flokksins er ábyrgur og forysta hans nýtur trausts. Það skilar árangri.
Staða ríkisstjórnarflokkanna er enn of sterk í þessari könnun. Sjálfstæðisflokkum með um 42% og Framsókn um 9%. Raunar er Sjálfstæðisflokkurinn að dala frá síðustu könnun Blaðsins, fyrir um mánuði og Framsókn líka. Það bendir til, sem er þá líka í takt við aðrar kannanir, að ríkisstjórnarflokkarnir séu á undanhaldi og stjórnarandstaðan í sókn. Þar munar að sjálfsögðu mestu um stórsókn VG. Framhaldsflokksþing Framsóknar um síðustu helgi virðist ekki vera að skila flokknum nokkrum hlut, nema síður sé.
Svarhlutfall í þessari Blaðskönnun er um 62%, sem er talsvert hærra en könnun blaðsins fyrir mánuði síðan, þegar um 53% svöruðu. Óvissan hefur því minnkað sem þessu nemur. Það eru greinilega spennandi tímar í vændum í stjórnmálum og fyrir okkur Vinstri græn sannarlega uppörvandi. Sú góða málefnavinna sem flokkurinn hefur unnið og þau ábyrgu vinnubrögð sem forystan stundar á greinilega góðan hljómgrunn meðal landsmanna. Vinstri græn eru traustsins verð og munu standa undir þeirri ábyrgð sem þjóðin felur þeim.
Vinstri-grænir með 23,6% en Samfylking 18,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Árni. Já það er satt hjá þér ábyrgð og traust skilar árangri. Þetta er núverandi ríkisstjórn að sýna og hefur sýnt. Getur verið að þú hafi ekki lesið þetta hér í fréttinni?; ....Samkvæmt henni myndi ríkisstjórnin halda velli ef gengið yrði til kosninga nú....
En við sjáum til í vor...
Sveinn Hjörtur , 8.3.2007 kl. 08:39
Þú segir það karlinn. Málflutningur flokkins er ábyrgur og forysta hans nýtur trausts. Það skilar árangri!
Ég verð víst að hryggja þig með þeirri staðreynd, að málflutningur VG er ekki ábyrgari en gengur og gerist hjá íslenskum stjórnmálafokkum. Það er t.d.vitað að VG mun ekki skirrast við að fara í ríkisstjórn með íhaldinu ef þannig verakast. Þar af leiðandi er alveg á hreinu að forysta flokksins er ekki verð neins sérstaks trausts.
Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2007 kl. 22:00
Úrtölur, úrtölur. VG verður sigurvegari kosninganna í vor.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 13:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.