VG fagnar því að Hólmsheiði sé talin besti flugvallarkosturinn

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna sendi nú síðdegis í dag frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu:

  

Á fundi borgarstjórnar í dag fór fram umræða utan dagskrár um málefni Reykjavíkurflugvallar að beiðni Vinstri grænna.Vinstri græn fagna því að niðurstaða starfshópsins sem unnið hefur að úttekt á flugvallarkostum, bendir til þess að flugvöllur á Hólmsheiði sé besti kosturinn frá þjóðhagslegu sjónarmiði.  

Sú staðsetning sameinar kosti þess að byggja upp Vatnsmýrina en um leið tryggja góðan og greiðan aðgang landsmanna allra að höfuðborginni sem við Vinstri græn teljum óhjákvæmilegt.  Vinstri græn fagna þeirri samstöðu sem virðist geta tekist í borgarstjórn um nýja staðsetningu innanlandsflugvallar í Reykjavík. 

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna leggur kapp á að samhliða veðurrannsóknum verði hafin vinna við umhverfismat hinna mismunandi flugvallarkosta, en telur þó að flutningur innanlandsflugs til Keflavíkur komi ekki til álita.

mbl.is Fagna niðurstöðu skýrslu um Hólmsheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hólmsheiði besti kosturinn. Ekki veit ég hver hefur fundið það út

en eihversstaðar stóð að hann væri þokkalegur. Eitt er víst að sá eða

þeir sem láta þetta frá sér fara hafa aldrei stjónað flugvél í nágrenni

Reykjavíku eða í það minnsta einungis á sunnudögum í sólskini. En

Hólmsheiði er ónothæf vegna skýafars sem er niðri í harða grjóti í

bestu árum um 40% af tímanum. Ég hef persónulega reynslu af flug

á þessum slóðum.

Leifur Þorsteinsson, 17.4.2007 kl. 17:53

2 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll Leifur.

Við munum sjá til með það, veðurfarsathuganir munu standa yfir áfram en sérfræðingar sem starfað hafa með flugvallarhópnum, telja þetta góðan kost þótt honum fylgi vissulega gallar líka.  Þeir eru þó meiri annars staðar þegar málið er skoðað frá öllum hliðum.

Árni Þór Sigurðsson, 17.4.2007 kl. 18:01

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Samkvæmt athugasemd nr. 1. væri farsælast fyrir borgarfulltrúa VG að fara sér hægt í fagnaðarlátum um þetta mál. Þá vil ég vinsamlegast benda ykkur á, hefi enginn gert það áður, sem mér finns heldur ólíklegt, að framtíð Reykjavíkurflugvallar er málefni allra landsmanna en ekki Reykvíkinga einna. 

Jóhannes Ragnarsson, 17.4.2007 kl. 18:07

4 Smámynd: Viðar Friðgeirsson

Sammála Jóhannesi. Byrjum bara á því til að spara tíma og peninga við allskonar ransóknir að setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þetta er flugvöllur allra landsmanna, ekki bara þeirra sem í höfuðborginni búa og vilja hann sennilega í mörgum tilfellum burtu bara til að vilja hann burtu.

Viðar Friðgeirsson, 17.4.2007 kl. 18:57

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Það er enginn, amk. ekki við í VG að tala um að flugvöllur verði ekki í Reykjavík, þvert á móti leggjum við kapp á að borgin verður að vera aðgengileg öllum landsmönnum, m.a. með góðum flugsamgöngum.  Það er meginatriði.  Nákvæm staðsetning innan borgarinnar hlýtur hins vegar að geta verið umfjöllunarefni og þar þarf að vega og meta þá kosti sem til staðar eru.

Árni Þór Sigurðsson, 17.4.2007 kl. 19:28

6 Smámynd: Dante

Þið í VG eruð ótrúleg í málflutningi ykkar.

Þið rífist og skammist yfir því að einhverjum eyðimörkum á hálendinu sé sökkt og kallið það umhverfisspjöll en ykkur finnst það í góðu lagi að hefla niður heila heiði með tilheyrandi gróðurskemmdum og spillingu á mófuglalífi til að búa til flugvöll sem nýtist í bestu árum um 40% af tímanum.

Afhverju má flugvöllurinn ekki vera þar sem hann er? Eru komin dollarmerki í augun á ykkur vegna verðsins á þessu landsvæði? Hvar er nú umhverfisverndarsjónarmiðin? Á að fórna öllu dýralífinu í Vatnsmýrinni fyrir þetta? Ef flugvöllurinn er mikið að þvælast fyrir ykkur þar sem hann er, þá á bara að notast við Keflavíkurflugvöll. Það tekur skemmri tíma að keyra frá þeim flugvelli og til Hafnarfjarðar heldur en frá Grafarvoginum og niðri 101.

Reynið þið í VG, þó það væri ekki nema einu sinni,  að vera sjálfum ykkur samkvæm í umhverfisbullinu.

Dante, 17.4.2007 kl. 22:13

7 Smámynd: Dante

Þið í VG eruð ótrúleg í málflutningi ykkar.

Þið rífist og skammist yfir því að einhverjum eyðimörkum á hálendinu sé sökkt og kallið það umhverfisspjöll en ykkur finnst það í góðu lagi að hefla niður heila heiði með tilheyrandi gróðurskemmdum og spillingu á mófuglalífi til að búa til flugvöll sem nýtist í bestu árum um 40% af tímanum.

Afhverju má flugvöllurinn ekki vera þar sem hann er? Eru komin dollarmerki í augun á ykkur vegna verðsins á þessu landsvæði? Hvar er nú umhverfisverndarsjónarmiðin? Á að fórna öllu dýralífinu í Vatnsmýrinni fyrir þetta? Ef flugvöllurinn er mikið að þvælast fyrir ykkur þar sem hann er, þá á bara að notast við Keflavíkurflugvöll. Það tekur skemmri tíma að keyra frá þeim flugvelli og til Hafnarfjarðar heldur en frá Grafarvoginum og niðri 101.

Reynið þið í VG, þó það væri ekki nema einu sinni,  að vera sjálfum ykkur samkvæm í umhverfisbullinu.

Dante, 17.4.2007 kl. 22:25

8 Smámynd: Dóra Pálsdóttir

Gott hjá VG að hefja máls á þessu stóra máli sem varðar framtíð Reykjavíkur. Verður hún skilvirk borg eða amerísk bílaborg? Sterk höfuðborg styrkir landsbyggðina. Með áhfamhaldandi útþenslu borgainnar út um holt og hæðir kallar það á meiri bílaflota hjá hverri fjölskyldu með tilheyrandi kostnaði, mengun, tímasóun svo bara nokkuð sé nefnt. Almenningssamgöngur virka ekki í borg sem er með 14 manneskjur pr. hektara. Til þess þarf 50 manneskjur pr. hektara. Leitt að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sé stillt upp sem höfuðborgin gegn landsbyggðinni. Þar með hverfa öll rök og allt verður tilfinningatengt. Hlustaði á könnun í vetur þar sem kom fram að 96% landsbyggðarfólks notar einkabílinn þegar það á erindi til Reykjavíkur. Flestir flugfarþegar í innanlandsflugi borga ekki sjálfir fyir miðana sína. Það er einnig mjög óhagkvæmt fyrir landsbyggðarfólk sem ætlar til útlanda og etv. notar innanlandsflug að lenda í Skerjarfirði, koma sér á Umferðamiðstöðina og þaðan í rútu til Keflavíkur. Síðan sama rúntinn aftur þegar komið er heim.

Dóra Pálsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:00

9 Smámynd: Dóra Pálsdóttir

Gott hjá VG að hefja máls á þessu stóra máli sem varðar framtíð Reykjavíkur. Verður hún skilvirk borg eða amerísk bílaborg? Sterk höfuðborg styrkir landsbyggðina. Með áhfamhaldandi útþenslu borgainnar út um hot og hæðir kallar það á meiri bílaflota hjá hverri fjölskyldu með tilheyrandi kostnaði, mengun, tímasóun svo bara nokkuð sé nefnt. Almenningssamgöngur virka ekki í borg sem er með 14 manneskjur pr. hektara. Til þess þarf 50 manneskjur pr. hektara. Leitt að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sé stillt upp sem höfuðborgin gegn landsbyggðinni. Þar með hverfa öll rök og allt verður tilfinningatengt. Hlustaði á könnun í vetur þar sem kom fram að 96% landsbyggðarfólks notar einkabílinn þegar það á erindi til Reykjavíkur. Flestir flugfarþegar í innanlandsflugi borga ekki sjálfir fyir miðana sína. Það er einnig mjög óhagkvæmt fyrir landsbyggðarfólk sem ætlar til útlanda og etv. notar innanlandsflug að lenda í Skerjarfirði, koma sér á Umferðamiðstöðina og þaðan í rútu til Keflavíkur. Síðan sama rúntinn aftur þegar komið er heim.

Dóra Pálsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:05

10 Smámynd: Dóra Pálsdóttir

Gott hjá VG að hefja máls á þessu stóra máli sem varðar framtíð Reykjavíkur. Verður hún skilvirk borg eða amerísk bílaborg? Sterk höfuðborg styrkir landsbyggðina. Með áhfamhaldandi útþenslu borgainnar út um hot og hæðir kallar það á meiri bílaflota hjá hverri fjölskyldu með tilheyrandi kostnaði, mengun, tímasóun svo bara nokkuð sé nefnt. Almenningssamgöngur virka ekki í borg sem er með 14 manneskjur pr. hektara. Til þess þarf 50 manneskjur pr. hektara. Leitt að staðsetningu Reykjavíkurflugvallar sé stillt upp sem höfuðborgin gegn landsbyggðinni. Þar með hverfa öll rök og allt verður tilfinningatengt. Hlustaði á könnun í vetur þar sem kom fram að 96% landsbyggðarfólks notar einkabílinn þegar það á  erindi til Reykjavíkur. Flestir flugfarþegar í innanlandsflugi borga ekki sjálfir fyir miðana sína. Það er einnig mjög óhagkvæmt fyrir landsbyggðarfólk sem ætlar til útlanda og etv. notar innanlandsflug að lenda í Skerjarfirði, koma sér á Umferðamiðstöðina og þaðan í rútu til Keflavíkur. Síðan sama rúntinn aftur þegar komið er heim.

Dóra Pálsdóttir, 17.4.2007 kl. 23:07

11 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Takk fyrir þetta Dóra.  Ég myndi gjarnan svara bullinu í Dante en legg þó ekki í vana minn að svara "nafnlausum" skrifum.  Skora á Dante að koma fram undir nafni.

Árni Þór Sigurðsson, 18.4.2007 kl. 07:36

12 Smámynd: Dóra Pálsdóttir

Sammála þér Árni, fengu Íslendingar ekki nóg af nafnlausum bréfum í sambandi við Baugsmálið? Ég met mikils áhuga VG á borgaraþingi Reykvíkinga sem haldið var 31.mars og að hafa farið fram á umræður um Vatnsmýrina utan dagskrár á fundi borgarstjórnar.  Fannst fjölmiðlar ekki gefa því atriði nógu góð skil.

Við verðum öll að fara að hugsa öðruvísi. Flugvöllurinn er búinn að vera í Vatnsmýrinni í 60 ár. Síðan hann tók við hlutverki innanlandsflugvallar hefur margt breyst í heiminum. Nú ógna gróðurhúsaáhrif vegna mengunar lífríki jarðarinnar. Flugvöllur í Vatnsmýri hefur verið helsti orsakavaldur í útþenslu borgarinnar með tilheyrandi bílaumferð + mengun og óskilvirku almenningsamgöngukerfi. Til að skilvirkt almenningsamgöngukefi virki þarf 50 íbúa á hektara. Reykjavík er núna með 16 íbúa á hektara og stefnir í 14.  Það samræmist engan vegin framtíðarhugsun að vera með flugvöll þar sem byggja má íbúðhvefi þar sem fólk getur gengið í nærþjónustu, hjólað eða tekið stætó. Harma að það sem ég skrifaði birtist 3x. Er í fyrsta skipti að blogga, byrjendamistök. Er ekki hægt að stoka aukafærlsurnar út?

Dóra Pálsdóttir, 18.4.2007 kl. 22:37

13 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Svona til að leiðrétta Dóru Pálsdóttir hóf flugvél sig á loft i fyrsta sinn

af flugvellinum í Vatnsmýrinni í september 1919. Bretar settu ekki

flugvöll í Vatnsmýrina Þei malbikuðu og lagfdærðu þann sem þar var

og var gerður eftir miklar athuganir og bollaleggingar svo það eru 88 ár

sem flugvöllurinn er búin að vera þar.

Leifur Þorsteinsson, 18.4.2007 kl. 23:02

14 Smámynd: Dóra Pálsdóttir

Takk fyrir að leiðrétta mig Leifur. Vissi ekki að það væri svona langt síðan flug hófst frá Vatnsmýrinni. Árið 1919 var flugbrautin sem fyrsta flugvélin hóf sig á loft úr Vatnsmýrinni hins vegar langt frá íbúabyggð. Svo mikið veit ég.

Dóra Pálsdóttir, 19.4.2007 kl. 21:06

15 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Dóra Pálsdóttir: Árið 1919 var flugbrautin ekki lengra frá íbúðarbyggð

en nú er. Miðbærinn á sama stað, fjöldi býla í Vatnsmýrinni, Grímstaða

holtið á sínumstað og byggðin í Skerjafirði ekki langt frá. Það er nú

svo að næsta nágrenni flugvallar er ekki í meiri hættu vegna flugum-

ferðar en fjarlægðari byggðir sem oftar verða fyrir áföllum, saman ber

slysið í New York og Concord í París.

Leifur Þorsteinsson, 20.4.2007 kl. 09:09

16 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Eitt af því athyglisverðasta við Reykjavíkurflugvöll er að það er mikil náttúruvernd, ekki síst fugla- og votlendisvernd fólgin í því að hann hefur verið þarna alla þessa tíð. Það er ekki tímabært að flytja innanlandsflug upp í Hólmsheiði eða suður fyrir Hafnarfjörð fyrr en lestarsamgöngum hefur verið komið upp. Og fyrir einu og hálfu ári benti ég á í grein í Mogganum að það væri skynsamlegra að ætla sér að hafa miðstöð innanlandsflugs í Grímsey en á Miðnesheiði, t.d. ef Akureyringar eða Austfirðingar ætla að fljúga til Ísafjarðar.

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 21.4.2007 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband