Lítill munur á stjórn og stjórnarandstöðu

Nýjasta könnun Capacent/Gallup sýnir að stjórnarflokkarnir fengju 32 þingmenn en stjórnarandstaðan 31 þingmann ef niðurstöður kosninga yrðu í samræmi við könnunina.  Hættan á að núverandi stjórn sitji áfram er því yfirvofandi en um leið eru sóknarfærin mikil fyrir stjórnarandstöðuna.

Við Vinstri græn erum að sjálfsögðu prýðilega sátt við þessa skoðanakönnun, skv. henni eykst fylgi flokksins úr 8,8% í síðustu kosningum í 21,2%.  Raunar hefur fylgi við flokkinn verið í kringum 20% nú um langt skeið, sveiflast örlítið upp og niður eins og gengur en í heildina litið verið býsna stöðugt.

Framsóknarflokkur og Frjálslyndir bæta aðeins stöðu sína frá síðustu könnun en eru báðir að tapa fylgi frá síðustu kosningum, einkum Framsókn.  Sjálfstæðisflokkurinn dalar frá síðustu könnun en er talsvert yfir kjörfylgi fyrir fjórum árum.  Samfylkingin dalar lítillega milli vikna og er umtalsvert undir kjörfylginu 2003.  Íslandshreyfingin nær engu flugi og hljóta amk. tvær grímur að renna á forsvarsmenn framboðsins, ef tilkoma þeirra verður til þess að tryggja stjórnarflokkunum meirihluta.

Könnunin sýnir að núverandi stjórnarflokkar halda naumum meirihluta en lítið vantar á að hlutföllin milli stjórnar og stjórnarandstöðu snúist við.  Nú er mikilvægt að vinna að því öllum árum að unnt verði að skipta um ríkisstjórn, en allar kannanir benda til þess að það sé fyrst og fremst sterk staða VG sem getur tryggt það.  Kjósum allt annað líf - xV!


mbl.is Fylgi Samfylkingar og VG jafnmikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Kæri Árni Vinstri grænn.

Íslendingar vilja ekki allt annað líf.  Þeir vilja bara hafa það svona og eru stoltir af.  Vinstri grænir ættu að taka burt bæði vinstri og grænt úr nafni sínu.  Ég held að Kvennahreyfing Steingríms J. væri miklu flottara nafn.  Svo gæti slagorð ykkar verið "Minna klám meira kynlíf."

Björn Heiðdal, 27.4.2007 kl. 22:46

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Getur þú lýst því yfir fyrir þina parta Árni Þór, að ekki komi til greina að VG myndi ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningarnar í vor?

Jóhannes Ragnarsson, 28.4.2007 kl. 10:12

3 Smámynd: Presturinn

Við skulum nú bara horfast í augu við staðreyndir. Það er annað hvort stjórn með Sjálfstæðisflokknum eða enn eitt kjörtímabilið í skugganum. Það væri ágætt að fá þess yfirlýsingu samt og enn betr en þið standið við hana. Kommasso Árni. . . . svara Jóa!!

Presturinn, 28.4.2007 kl. 15:16

4 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sælir.  Markmið okkar er að sjálfsögðu að fella ríkisstjórnina, það verða engar breytingar ef stjórnarflokkarnir halda meirihluta sínum.  Takist að fella ríkisstjórnina ber stjórnarandstöðunni skylda til að fara í alvöru viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar.  Hins vegar höfum við ekki útilokað samstarf við neinn flokk, og ég fæ ekki séð að aðrir flokkar hafi gert það.  Við munum að sjálfsögðu reyna að koma fram eins miklu af okkar málum fram í samstarfi við aðra flokka, en gerum okkur grein fyrir að hinir flokkarnir munu líka reyna að koma sínum málum fram.  En við þurfum vitaskuld að vera sátt við það sem við náum fram, öðruvísi förum við ekki inn í ríkisstjórn.

Árni Þór Sigurðsson, 28.4.2007 kl. 21:34

5 Smámynd: Presturinn

Sæll Árni. Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn munu ekki vinna með skattahækkannaflokki og þið boðið fátt annað en skattahækkannir. Svara það ekki spurningunni?

Svo er komin ný skoðannakönnum. Það má kannski bjóða þér að fjalla hana með sama hætti og hér að ofan?

Presturinn, 29.4.2007 kl. 16:16

6 Smámynd: Presturinn

er enginn áhugi á að fjalla um nýjar kannanir? hmm? álíka mikill áhugi og er í samfélaginu á skattahækkunum?

Presturinn, 30.4.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband