Samstarfsmaður fellur frá

Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður, er látinn.  Á björtum sumardegi í fjallgöngu á heimaslóðum kom kallið.  Það minnir okkur svo óþyrmilega á að enginn veit sína ævina fyrr en öll er.

Leiðir okkar Einars Odds lágu aðeins skamma hríð saman á Alþingi, þar sem ég settist í fyrsta skipti nú í vor að loknum þingkosningum, en Einar Oddur hafði þá setið þrjú kjörtímabil á þingi.  Raunar lágu leiðir okkar fyrst saman fyrir allmörgum árum, þegar hann sem nefndarmaður í sjávarútvegsnefnd kom og heimsótti Reykjavíkurhöfn, þar sem ég var þá stjórnarformaður. 

Ég hafði fyrir löngu, eins og þjóðin öll, séð að þar fór maður sem var fylginn sér, sjálfum sér samkvæmur, skoðanafastur og lét ekki bugast eða bogna svo auðveldlega.  Hvað sem líður ágreiningi um grundvallarskoðanir í stjórnmálum, verður Einar Oddur ávallt virtur fyrir störf sín í atvinnulífi og á þingi.  Hann var litríkur stjórnmálamaður og hafði góða kímnigáfu og þannig munu samstarfsmenn hans minnast hans.

Aðstandendum Einars Odds votta ég samúð mína.


mbl.is Einar Oddur Kristjánsson látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvort eru meira Vinstri eða Grænn?

Bara spyr?

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 22:05

2 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Ekki svara:

Ásgeir Rúnar Helgason, 21.7.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband