Eitt í dag og annað á morgun

Nú kemur fram að enginn ráðherra í ríkisstjórninni sé andvígur 250 þúsund tonna álveri við Húsavík.  Fyrir kosningar lýsti Samfylkingin yfir því að hún vildi stóriðjustopp og jafnframt að friða ætti Skjálfandafljót og fallvötnin í Skagafirði.

Því er sú spurning áleitin hvort Samfylkingin hafi ekkert meint með þessum kosningaloforðum.  Eru engin takmörk fyrir því hvernig hægt er að hafa loforðin að engu og lítilsvirða almenning?  Er umhverfisráðherra einnig þeirrar skoðunar að það eigi að reisa álver við Húsavík og efna til þeirra virkjanaframkvæmda sem því óhjákvæmilega fylgja?  Geta stjórnmálaflokkar og -menn leyft sér að hafa eina stefnu fyrir kosningar og aðra eftir kosningar?

Er nema von að spurt sé um afdrif "Fagra Íslands"!


mbl.is Össur ekki á móti álveri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Var það ekki Helgi Hjörvar sem sagði að það væri ekkert að marka hvað Samfylkingin hefði sagt fyrir kosningar, þar sem hún væri nú komin í stjórn?

Gestur Guðjónsson, 9.1.2008 kl. 12:43

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki er öll nótt úti.

Umskiptingurinn og  næturtröllið Össur er vanur að segja annað á næturnar en sem hann lætur frá sér fara yfir daginn. Þá er eins gamli Þjóðviljaritstjórinn sé í essinu sínu og leggi frá sér silkimjúkann ráðherrahaminn. Og þá mælir heilt hans innri maður.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.1.2008 kl. 14:57

3 identicon

Já, þeir eru sammála Össur og Baldvin Halldór Sigurðsson, bæjarfulltrúi Vg hér á Akureyri.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 17:19

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef grun um, Gísli, að Baldvin bæjarfulltrúi VG á Akureyri hafi öllu meira jarðsamband en margir flokksfélagar hans. Með þessum orðum á ég alls ekki við, að Baldvin hafi samskonar tengsl veruleikann og Össur, öðru nær. Ég held nefnilega að Baldvin sjái bæði og skilji kreppuna sem landsbyggðin á við að glíma á mörgum sviðum, ekki síst hvað varðar atvinnuuppbyggingu. Í því ljósi verða menn að nálgast áhuga Húsvíkinga á raforkuframleiðslu og álveri.   

Jóhannes Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 18:22

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í kosningabaráttunni í vor lá þetta allt saman fyrir. Ingibjörg Sólrún forðaðist að minnast á Húsavík og talaði hér fyrir sunnan aðeins um álverin á suðvesturhorninu. Nú á að skáka í því skjólinu að álverið verði "hæfilega" stórt og að svo mikla orku verði að finna fyrir norðan og austan Mývatn að ekki þurfi að fara í Skjálfandafjót eða Jökulsárnar í Skagafirði. Með því verður væntanlega kveðinn upp dauðadómur yfir Leirhnjúk og Gjástykki þar sem verða framin meiri óafturkræf umhverfisspjöll en með virkjun Skjálfandafljóts.

Fyrir rúmum áratug komu nöfn Mývatns og Þingvalla upp í fyrstu umræðu um hugsanleg svæði hér á landi á heimsminjaskrá UNESCO.  Mývatn var hlegið út af borðinu vegna Kísiliðjunnar en nú á að ganga mun lengra en gengið var með henni.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2008 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband