Gušlaugur sigrar Björn örugglega

Prófkjöri sjįlfstęšismanna ķ Reykjavķk vegna alžingiskosninganna er lokiš.  Mest barįtta var vafalaust um 2. sętiš, sem er oddvitasęti ķ öšru Reykjavķkurkjördęmanna.  Björn Bjarnason dóms- og kirkjumįlarįšherra taldi sig réttborinn ķ žetta sęti eftir aš Davķš Oddsson yfirgaf skśtuna.  Mešal annars kom fram ķ mįlflutningi Björns aš hann hefši nś lįtiš Geir Haarde ķ friši ķ keppninni um formannsstólinn og žvķ ętti hann skiliš aš samstaša tękist um hann ķ 2. sętiš ķ Reykjavķk.  Žaš var ekki og Gušlaugur Žór tók mikla pólitķska įhęttu meš žvķ aš vaša ķ slaginn um 2. sętiš.  Žaš reyndist žess virši aš taka žį įhęttu žvķ Gušlaugur sigraši Björn örugglega ķ keppninni um oddvitasętiš ķ öšru kjördęmanna.  Sżnist mér į žeim tölum sem sést hafa aš Gušlaugur hafi haft um 1300 fleiri atkvęši ķ 1. - 2. sętiš heldur en Björn og veršur žaš aš teljast mjög svo sannfęrandi sigur.  Ég óska Gušlaugi Žór til hamingju meš góšan įrangur.

Nišurstašan hlżtur aš vera Birni mikil vonbrigši.  Ljóst er aš hann er nś ekki lengur mašur nśmer tvö ķ Reykjavķk, Gušlaugur er honum fremri, m.a. til helstu metorša ķ flokknum.  Žaš er spurning hvort Birni er vel sętt ķ žessu sęti eftir allt sem į undan er gengiš.  Björn kennir aš vķsu andstęšingum flokksins um atlögu aš sér, en segir lķka aš ašilar innan flokksins hafi unniš gegn sér.  Varla getur hann įtt viš ašra en Geir Haarde formann og Vilhjįlm Ž. borgarstjóra en Gušlaugur er handgenginn žeim bįšum.  Žótt yfirboršiš sé slétt žį er öldugangur undir nišri og spurning hvort hann kemur ekki upp į yfirboršiš fljótlega.  Kannski mun Björn ekki taka sętiš žegar į hólminn er komiš.  Eša hvort mun hann setjast fyrir aftan Geir eša Gušlaug?  Hvorugur kosturinn er góšur fyrir hann.  Mašur žarf greinilega aš fara aš hlera hvaš er ķ gangi ķ Sjįlfstęšisflokknum.


« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband