Forval VG á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli

Þegar ég tilkynnti um að ég tæki þátt í forvali okkar Vinstri grænna í kjördæmunum þremur á höfuðborgarsvæðinu, lét ég þess getið að aðferð okkar vekti athygli.  Forvalið hjá okkur er sameiginlegt fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi.  Þetta er mikilvæg tilraun til að viðurkenna í verki að höfuðborgarsvæðið er löngu orðið eitt atvinnu-, búsetu- og þjónustusvæði og gefa einnig félagsmönnum í öllum sveitarfélögunum á svæðinu að velja frambjóðendur flokksins hér á höfuðborgarsvæðinu.  Ég sé að samstarfsmaður minn í borgarstjórn, Björn Ingi Hrafnsson, telur þetta athyglisverða tilraun sem aðrir muni hugsanlega taka upp í kjölfarið.  Þetta eru örugglega orð að sönnu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband