Skelfilegar lokamínútur

Það er óhætt að segja að lokamínútur leiks Tékka og Tyrkja hafi verið ótrúlega, í mínum augum raunar skelfilegar því sananrlega vonaðist ég til að vinir mínir Tékkar kæmust áfram upp úr riðlinum.  Af því verður ekki, því miður.  En í hópi uppáhaldsliða minna eru enn eftir Hollendingar og Króatar sem eru líklegir til að standa sig vel.  Vonandi verða Hollendingar Evrópumeistarar.  En Tékkar fara heim, en þeir stóðu sig samt prýðilega og áttu vitaskuld að vinna þennan leik í kvöld.  Svona getur fótboltinn verið nöturlega ósanngjarn!


mbl.is Ótrúlegur lokakafli tryggði Tyrkjum sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Frábært hjá Tyrkjum að gefast ekki upp þó að hressilega hafi á móti blásið. Síðasta markið var dramatískt og fallegt.

http://youtube.com/watch?v=U0yRwR0qHlg

Róbert Þórhallsson, 16.6.2008 kl. 06:54

2 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þær voru ekki skelfilegar. Tyrkir börðust og uppskáru, ekkert skelfilegt við það. Barátta borgar sig, allavega í boltanum :)

Birgir Þór Bragason, 16.6.2008 kl. 17:57

3 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Auðvitað voru þetta flottar fótboltamínútur, en fyrir stuðningsmann Tékka voru þær  nú samt skelfilegar.....

Árni Þór Sigurðsson, 16.6.2008 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband