Vstretsja s Sankt-Peterbúrgom - Til fundar viđ Pétursborg

Ţađ er ađ vissu marki skrýtin tilfinning ađ vera kominn til Pétursborgar til nokkurra vikna dvalar.  Borgin er mér vel kunnug og framandi í senn.  Líklega hef ég komiđ hingađ um 15 sinnum, síđast í septembermánuđi 2001.  Ţá hafđi ég ekki komiđ hingađ í ein 15 ár eđa ţar um bil.  Engin furđa ađ margt hafi breyst á ţessum árum.  Sovétríkin sálugu liđast í sundur og Rússland gengiđ í gegnum gríđarlegar breytingar, bćđi til hins betra og hins verra, og ţćr ekki gengiđ ţrautalaust fyrir sig.

Áriđ 2003 héldu borgarbúar, og raunar landsmenn allir, upp á 300 ára afmćli borgarinnar, en Pétur mikli keisari lét reisa borgina og er miđađ viđ áriđ 1703.  „Vesturgluggi“ Rússlands var borgin kölluđ og segir ţađ margt um hlutverk hennar og hugsun Péturs mikla.

Ég hef fengiđ inni í lítilli íbúđ viđ Sénnaja Plostsjad (Heytorg), nánar tiltekiđ í Spasskíj götu númer 4.  Ţessi litla gata (eđa péreúlok eins og ţađ heitir á rússnesku) liggur á milli Heytorgsins og Gríboédov-síkisins.  Tćplega 10 mínútna gangur á Névskíj prospékt sem er ađalgatan í borginni og varla hćgt ađ hugsa sér betri stađsetningu.  Hér býr Valeríja sem er grafískur hönnuđur, en hún leigir tvö herbergi í íbúđ sinni til stúdenta eđa annarra sem heimsćkja borgina til skammrar dvalar og kjósa fremur ađ búa inni á heimili innfćddra frekar en á hóteli eđa leiguíbúđ.  Ţađ er óneitanlega kostur, amk. vilji menn ćfa sig í tungumálinu.

Ţessar vikur sem ég dvel hér í „Feneyjum norđursins“ nýti ég til endurmenntunar og upprifjunar í rússnesku í litlum málaskóla viđ Zagorodnyj prospékt, í um 20 mínútna göngufćri frá ađsetri mínu.  Hér gefst kćrkomiđ tćkifćri til ađ auka viđ ţekkingu og slípa daglega notkun á ţessu ágćta tungumáli.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband