Björk og Sigurrós - Púshkín og Akhmatova

Björk og Sigurrós eru sannarlega góđ vörumerki ef svo má ađ orđi komast fyrir Ísland.  Einnig hér í Rússlandi.  Ţađ er engu líkara en ţađ sé fátt annađ sem tengist Íslandi í hugum fólks víđa um heim en einmitt ţessir ágćtu listamenn.  Viđ getum veriđ stolt af ţeim, og eigum ađ hafa hugfast hvađ ţađ er okkur ţýđingarmikiđ ađ listafólk beri hróđur landsins víđa um lönd.

Hér í Rússlandi eru ţessir listamenn vel ţekktir.  Og á auglýsingaspjöldum víđa um Pétursborg má sjá vćntanlega tónleika Sigurrósa auglýsta, en ţeir verđa 26. ágúst nk.  Ţeir verđa áreiđanlega vel sóttir miđađ viđ ţá kynningu og auglýsingu sem mađur verđur var viđ og ţá almennu jákvćđni sem mađur finnur í garđ hljómsveitarinnar međal yngra fólks.

 Ţađ er ekki ofsagt ađ arfleifđ rússneska bókmennta geymi margar helstu perlur heimsbókmenntanna.  Einmitt hér í Pétursborg eru líka heimkynni og sögusviđ margra ţekktra rithöfunda, skálda og bókmenntaverka.  Dostoévskíj er vafalaust ţekktastur rússneskra höfunda á Vesturlöndum, ásamt Tolstoj og Tsjekhov og ađ vissu leyti Túrgénév.  En margir ađrir eru ekki síđur ţekktir međal Rússa sjálfra.  Höfuđskáld Rússa er tvímćlalaust Aleksandr Púshkín (1799-1837) sem féll fyrir byssukúlu í hólmgöngu viđ ungan „spjátrung“, d‘Anthes sem gerđi hosur sínar grćnar fyrir eiginkonu Púshkíns og sem síđan endađi á svo dramatískan hátt.  Yfirstéttin, ţmt. keisaraslektiđ allt, hafđi samúđ međ d‘Anthes en ţúsundir almennra borgara komu til ađ votta Púshkín virđingu sína.

Meginverk Púshkíns er tvímćlalaust Évgéníj Onégín, skáldsaga í bundnu máli (Púshkín-sonnetta) sem hann vann ađ í amk. 8 ár.  Sagan fjallar auđvitađ um ást og afneitun, heitar tilfinningar, vináttu og fjandskap, heift og hefnigirni.  Og eins grátbroslegt og ţađ nú er, lendir söguhetjan Onégín í hólmgöngu viđ vin sinn Lénskíj.  Tatjana, sem er ástfangin af Onégín en hann sniđgengur, á síđan eftir ađ ná fram hefndum á áhrifaríkan hátt.  Ég fór í síđustu viku og skođađi minningarsafn um Púshkín, sem er í íbúđinni ţar sem hann bjó síđast.  Áhugavert safn og leiđsögumađurinn sagđi sögu Púshkíns, samband hans viđ konuna sína, lífiđ međal yfirstéttarinnar í Pétursborg á fyrrihluta 19. aldar, og um hólmgönguna, af mikilli innlifun.  En margt mćtti ţó gera betur ađ mínu mati í ţví ágćta safni eins og ýmsum öđrum.

Dostoévskíjsafn er líka til húsa í fyrrum heimili rithöfundarins.  Ţađ er lítiđ, enda bjó Dostoévskíj ekki viđ mikil efni, og ţar er ađeins hćgt ađ líta brot af sögu ţessa mikla og merka rithöfundar.  Mćtti sannarlega gera bragarbót ţar á.  Ţađ er líka áhugavert ađ ganga um söguslóđir Dostoévskíjs og sögupersóna hans, ekki síst á slóđir Rodja Raskolnikovs, úr Glćpi og refsingu.  Ég hef reyndar gert ţađ áđur, m.a. í góđum hópi Íslendinga áriđ 2001, en nú hefur mér gefist fćri á ađ fara enn betur og ítarlegar á ţessar slóđir og í raun lifa söguna upp á nýtt, á vettvangi ef svo má segja.

Af öđrum rithöfundum sem störfuđu hér í Pétursborg má nefna Nikolaj Gogol (1809-1852), sem reyndar var fćddur í Úkraínu, en varđ ekki síst ţekktur fyrir Pétursborgarsögur sínar, sem komiđ hafa út í íslenskri ţýđingu.  Í ţeirra hópi eru Nefiđ, Kápan, Sagan af tveimur Ívönum, Myndin o.fl.  Oftast er ţó litiđ á Dauđar sálir sem meginverk Gogols, en smásögur hans og leikritiđ Eftirlitsmađur (Revizor) eru í mínum huga ódauđlegt framlag til rússneskra bókmennta.  Ţá er líka ađ nefna skáldkonuna Önnu Akhmatovu (1889-1966).  Akhmatova var ein af burđarásunum í rússneskri ljóđagerđ á árunum fyrir og eftir byltingu 1917 og er ţar í hópi međ Aleksandr Blok, Sergej Ésénín, Vladimír Majakovskíj, Osíp Mandelshtam, Borís Pasternak og fyrsta eiginmanni sínum, Nikolaj Gúmiljov.  Ţetta var „silfuröldin“ í rússneskum skáldskap.  Fáein ljóđa hennar eru til í íslenskri ţýđingu en ţađ vćri fengur af frekari ţýđingum á verkum hennar og félaga hennar frá ţessum árum.  Akhmatova var ekki í náđinni hjá sovéskum stjórnvöldum, og ţađ var ekki fyrr en áriđ 1989, ţegar 100 ár voru liđin frá fćđingu hennar, ađ eitt hennar helstu ljóđa, Sálumessa (Rekviem), var endanlega birt í Sovétríkjunum.  En sem sagt, ţessi kafli um Akhmatovu kom til af ţví ađ ég fór og skođađi minngarsafn um hana, og um ţađ má segja eins og um hin ađ ţar er margt ógert.  Einkum ţarf ađ setja upp betri kynningu á lífi og verki höfundanna og svo skortir alla almennilega sölumennsku, ţ.e. ađ hćgt sé ađ nálgast verk höfundanna á söfnunum, bćđi á rússnesku og í erlendum ţýđingum sem getur höfđađ til alls ţess fjölda ferđamanna sem hingađ koma.

Lćt ţennan listalega pistil nćgja í bili.....


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband