"Fólkið fyrst" segir Sólrun, og fólkið vill kosningar

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnarfundi nú í dag að fyrst kæmi fólkið, flokkurinn svo.  Þess vegna getur hún ómögulega komist að þeirri niðurstöðu að það eigi ekki að kjósa fljótlega, því það er einmitt það sem fólkið vill.  Hefur forysta Samfylkingarinnar ekki hlustað á raddir landsmanna?

Líklega er þó sá ásetningur forystunnar að ríghalda íhaldinu við völd, það sem kemur í veg fyrir kosningar nú.  Það er sem sagt flokkurinn fyrst, fólkið svo. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn fyrst!

Svo er býsnast út í Vinstri græn og Seðlabankann.  Og kvartað yfir því að VG vilji ekki skitpa um stjórnendur í Seðlabankanum.  Þetta er auðvitað mikill misskilningur.  Vinstri græn vilja einmitt skipta um stjórnendur í Seðlabankanum, en líka í Fjármálaeftirliti, bönkunum sjálfum og í ríkisstjórninni.  En það vilja stjórnarflokkarnir auðvitað ekki.  Og það eru þeir sem hafa völdin og ráðin í hendi sér.  Það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin sem halda Davíð Oddssyni í vinnu sem Seðlabankastjóra.

Síðan eru það Evrópumálin.  Aðild að ESB og upptaka evru er eina bjargræðið í huga margra í Samfylkingunni.  Og lýst er eftir stefnu VG um leið og því er fagnað að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætli hugsanlega að skoða málin.  Stefna Vinstri grænna er skýr í tengslum við Evrópusambandið líkt og stefna Samfylkingar.  En hefur það farið fram hjá forystu Samfylkingar að á vegum VG hefur allt þetta ár verið starfandi Evrópunefnd undir forystu varaformannsins, Katrínar Jakobsdóttur?  Á þeim vettvangi er einmitt verið að skoða alla helstu þætti Evrópumálanna, þmt. gjaldmiðilsmálin.  Og Vinstrihreyfingin - grænt framboð er flokkur sem talar fyrir auknu beinu lýðræði og það er því dagljóst í okkar huga að spurningin um tengsl Íslands við Evrópusambandið verður ráðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ef formanni Samfylkingarinnar er raunverulega annt um hagsmuni þjóðarinnar þá myndi hún hlusta á boðskapinn sem ómar um allt land, á fundum og mannamótum: kosningar og nýja ríkisstjórn.  Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu er öllum ljós, ábyrgð þeirra sem halda honum við völd eykst dag frá degi.


mbl.is Áfallastjórnuninni lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ábyrgð Samfylkingar er ekki minni. Hún hefur sýnt vítavert gáleysi í efnhagsstjórn.

Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 22:00

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

það verður þjóðinni ekkert eins dýrt og klúður Samfylkingar s.l 18 mánuði. hafi samfylkingunni verið alvara með ESB átti hún ekki að fara í stjórn með Sjálfsstæðisfokknum. Hún seldi hugsjónir sínar fyrir ráðherrastóla.

Víðir Benediktsson, 22.11.2008 kl. 22:44

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Samfylkingin hefur ekkert til málanna að leggja þegar kemur að efnahagsmálum, en smeygir sér hjá öllum slíkum spurningum sem þeir er augljóslega ofviða með því að segja:  "Við leggjum til að Ísland gangi í ESB og taki upp evru",   -  "" -      - "" -  "Við leggjum til að Ísland gangi í ESB og taki upp evru".  Það er engu líkara en ISG haldi að ef hún komi því í kring geti hún aftur tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið og  ferðast  til Afganistan og kynnt sé ættflokkadeilur. 

Þetta er misskilningur hjá Ingibjörgu. Ísland mun ekkert þéna á að gefa fiskveiðiauðlindina.

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 00:55

4 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Já þessi yfirlýsing Ingibjargar Sólrúnar virðist henta e-ð illa í umræðuna í dag. Lunginn af íslensku þjóðinni vill kjósa sem fyrst enda er núverandi ríkisstjórn með þennan Sjálfstæðisflokk með mjög erfiðan málstað.

Við horfum upp á algjöran ósigur Íslendinga gagnvart Bretum og fleirum þjóðum. Af hverju í ósköpum var ekki óskað eftir sameiginlegum lögregluaðgerðum til að upplýsa þessi mál, leggja hald á fjármuni sem þessir fjármálamenn hafa verið að flytja til? Við þurfum erlenda aðstoð til að hafa sem mestu upp á þessum miklu verðmætum. Ekki hverfa þau bókstaflega?

Hver dagur sem líður er mikilvægur. Fjármálaskussarnir sem skilja okkur eftir í vandanum eru því miður búnir að koma milljörðum undan. Við þurfum að hafa sem mest upp á þeim.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.11.2008 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband