Valdhafarnir eru viti bornir - en það er þjóðin ekki!

Ótrúlegt er að fylgjast með valdhöfum þjóðarinnar, forvígismönnum ríkisstjórnarflokkanna, um þessar mundir.  Þeir umgangast þjóðina eins og hún sé hver annar óþurftarlýður sem skilur ekkert hvað hann býr við góða og göfuga ríkisstjórn.

Formaður Sjálfstæðisflokksins  kannast ekki við að bera nokkra ábyrgð á því ástandi sem við búum nú við.  Hann hefur þó verið ráðherra síðan 1998 eða í 10 ár, lengst af sem fjármálaráðherra, síðan um stundarkorn utanríkisráðherra og svo nú sem forsætisráðherra síðan 2006.  En hann ber enga ábyrgð!  Hvernig geta menn verið svona fullkomnlega lausir við alla sjálfsgagnrýni?  Formaður Samfylkingarinnar segir að fjöldinn sem mætir á borgarafund sé ekki þjóðin og segir síðan í tilefni af slöku gengi ríkisstjórnarinnar í skoðanakönnunum að þjóðin hafi bara ekki áttað sig á því hvað ríkisstjórnin sé að vinna góð verk!  Valdhafarnir eru þeir sem vitið hafa, þjóðin veit ekki hvað hún hefur það gott að  búa við ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar.  Því líkur hroki.

Ráðamönnum kemur ekki til hugar að þjóðin viti hvað hún vill, að hún viti hvað sé henni fyrir bestu!  Ráðamönnum kemur ekki til hugar að þjóðin geti haft rétt fyrir sér, t.d. þegar hún krefst afsagnar stjórnarinnar, afsagnar Seðlabankastjóra og krefst þingkosninga.  Nei, það kemur ráðamönnum ekki í hug.  Þeir eru að moka skafl, en líklega eru þeir á góðri leið með að moka sjálfa sig inn í skaflinn og þar munu þeir sitja fastir og komast ekki spönn frá rassi.  Fyrr en þjóðin hefur kastað þessari ríkisstjórn Geirs, Ingibjargar og Davíðs.


mbl.is Ánægja með stjórnarandstöðu vex
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vil  kasta þessari ríkisstjórn Geirs, Ingibjargar og Davíðs

þetta eru Vanvitar sem vita ekki að þau séu vanvitar

KIveðja

Æsir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband