27.11.2008 | 10:38
Friðþæging forsetans
Hinn nýkjörni forseti Alþýðusambandsins hefur áhyggjur af draumaríkisstjórn sinni. Hann skynjar óróleikann og friðþæging hans felst í því að skipta út tveimur ráðherrum.
En það má ekki fyrir nokkurn mun kjósa, þjóðin gæti nefnilega tekið það upp hjá sér að skipta um ríkisstjórn. Og það finnst forseta Alþýðubandsins, verkalýðsleiðtoganum, ekki gott. Skiptir þá engu þótt þúsundir Íslendinga, þ.á.m. félagsmenn í ASÍ, mótmæli ríkisstjórninni hástöfum og krefjist kosninga.
Hvernig væri að forsetinn hlustaði á landsmenn í stað þess aðð standa vörð um handónýta ríkisstjórn, ríkisstjórn sem ber ábyrgð á mistökum Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og sjálfu hruni efnahagskerfisins á Íslandi. Hvar í veröldinni gæti slík ríkisstjórn setið áfram eins og ekkert hefði í skorist?
![]() |
Ríkisstjórnin stokki upp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
24.11.2008 | 23:35
Ríkisstjórnarflokkarnir taka ábyrgð á Davíð
Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar var felld á Alþingi í dag. Það kom svo sem ekki á óvart að stjórnarliðið yrði allt dregið í sína dilka hvað sem líður yfirlýsingum einstaklinga innan þeirra herbúða um að það eigi að kjósa fyrr en síðar.
Það sem vekur auðvitað sérstaka athygli er að nú tóku báðir stjórnarflokkarnir af skarið um að þeir beri alla ábyrgð á ástandi efnahagsmálanna, þeir beri ábyrgð á bankahruninu og þeirri kreppu sem nú ríður yfir íslenskt samfélag. Og að þeir beri ábyrgð á Seðlabankanum og stjórnendum þar, og þeim mistökum sem Seðlabankinn hefur gert að undanförnu.
Bankastjórn Seðlabankans starfar í skjóli og umboði ríkisstjórnarinnar, þingrof og kosningar hefðu án efa leitt til myndunar nýrrar ríkisstjórnar sem hefði m.a. látið það verða sitt fyrsta verk að hreinsa út úr Seðlabankanum það sem þar þarf að hreinsa út. En nei, stjórnarflokkarnir báðir vilja heldur halda áfram á sömu vegferð og hingað til og vilja bersýnilega gerast klappstýrur Seðlabankastjóra. Þá vitum við það!
23.11.2008 | 18:48
Hver gætir íslenskra fanga í útlöndum?
Af og til koma fram í fjölmiðlum upplýsingar um Íslendinga sem sitja í fangelsum erlendis. Víða um lönd er aðbúnaður fanga skelfilegur. Burtséð frá því hvaða ástæður liggja að baki því að einstaklingar lenda í fangelsum er mikilvægt að berjast fyrir sómasamlegum aðbúnaði og réttlátri málsmeðferð. Það er grundvöllur réttarríkisins og lýðræðissamfélags.
Að gefnu tilefni hef ég lagt fram á Alþingi fyrirspurn til utanríkisráðherra um málefni íslenskra fanga erlendis. Fyrirspurnin er þannig:
1. Hversu margir Íslendingar eru í fangelsum erlendis? Svar óskast sundurliðað eftir löndum, lengd fangelsisdvalar og aldursbili fanga (yngri en 20 ára, 2029 ára, 3039 ára o.s.frv.).
2. Hver er aðbúnaður íslenskra fanga í erlendum fangelsum? Svar óskast sundurliðað eftir fangelsum.
3. Með hvaða hætti gæta íslensk stjórnvöld hagsmuna íslenskra fanga erlendis?
4. Vinna íslensk stjórnvöld að því að íslenskir fangar erlendis geti fengið að afplána dóma sína hér á landi? Liggja fyrir óskir um slíkt frá einstökum föngum?
Skriflegt svar óskast.
Vonast ég til að fá svar ráðherra innan 2ja vikna.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.11.2008 | 18:30
"Fólkið fyrst" segir Sólrun, og fólkið vill kosningar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði á flokksstjórnarfundi nú í dag að fyrst kæmi fólkið, flokkurinn svo. Þess vegna getur hún ómögulega komist að þeirri niðurstöðu að það eigi ekki að kjósa fljótlega, því það er einmitt það sem fólkið vill. Hefur forysta Samfylkingarinnar ekki hlustað á raddir landsmanna?
Líklega er þó sá ásetningur forystunnar að ríghalda íhaldinu við völd, það sem kemur í veg fyrir kosningar nú. Það er sem sagt flokkurinn fyrst, fólkið svo. Meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn fyrst!
Svo er býsnast út í Vinstri græn og Seðlabankann. Og kvartað yfir því að VG vilji ekki skitpa um stjórnendur í Seðlabankanum. Þetta er auðvitað mikill misskilningur. Vinstri græn vilja einmitt skipta um stjórnendur í Seðlabankanum, en líka í Fjármálaeftirliti, bönkunum sjálfum og í ríkisstjórninni. En það vilja stjórnarflokkarnir auðvitað ekki. Og það eru þeir sem hafa völdin og ráðin í hendi sér. Það eru Sjálfstæðisflokkur og Samfylkingin sem halda Davíð Oddssyni í vinnu sem Seðlabankastjóra.
Síðan eru það Evrópumálin. Aðild að ESB og upptaka evru er eina bjargræðið í huga margra í Samfylkingunni. Og lýst er eftir stefnu VG um leið og því er fagnað að Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ætli hugsanlega að skoða málin. Stefna Vinstri grænna er skýr í tengslum við Evrópusambandið líkt og stefna Samfylkingar. En hefur það farið fram hjá forystu Samfylkingar að á vegum VG hefur allt þetta ár verið starfandi Evrópunefnd undir forystu varaformannsins, Katrínar Jakobsdóttur? Á þeim vettvangi er einmitt verið að skoða alla helstu þætti Evrópumálanna, þmt. gjaldmiðilsmálin. Og Vinstrihreyfingin - grænt framboð er flokkur sem talar fyrir auknu beinu lýðræði og það er því dagljóst í okkar huga að spurningin um tengsl Íslands við Evrópusambandið verður ráðin í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef formanni Samfylkingarinnar er raunverulega annt um hagsmuni þjóðarinnar þá myndi hún hlusta á boðskapinn sem ómar um allt land, á fundum og mannamótum: kosningar og nýja ríkisstjórn. Ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu er öllum ljós, ábyrgð þeirra sem halda honum við völd eykst dag frá degi.
![]() |
Áfallastjórnuninni lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.11.2008 | 23:04
Ekki bend'á mig!
Hvað er hvers og hvers er hvað og hvernig á að vita það?
Nú keppast ráðamenn og embættismenn við að benda hver á annan. Enginn vill axla ábyrgð á bankahruninu og efnahagskreppunni sem fylgdi í kjölfarið. Seðlabankinn bendir á bankana, Fjármálaeftirlitið og ríkisstjórnina. Fjármálaeftirlitið bendir á Seðlabankann, bankana og stjórnvöld. Ríkisstjórnin bendir á Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (þ.e.a.s. Samfylkingin bendir á Seðlabankann og Sjálfstæðisflokkur á Fjármálaeftirlitið - takið eftir að flokkarnir passa hvor upp á sitt lið!).
Farsinn er fullkominn. Einu afsagnirnar koma úr röðum Framsóknarflokksins. Og situr þó enn sem fastast bankamálaráðherra þess flokks sem einkavæddi bankana. Alls kyns glósur ganga á milli stjórnarflokkanna og einstakra ráðherra. Jafnvel iðnaðarráðherra segir að það sé "mikill ábyrgðarhluti" af ríkisstjórninni og forystu hennar að halda áfram störfum með óbreytta stjórn í Seðlabankanum. Þessi ráðherra hlýtur annað hvort að knýja fram brottrekstur Seðlabankastjóra, ella segja af sér sjálfur til að forðast að burðast með þessa miklu ábyrgð til langrar framtíðar.
Vitaskuld bera allir þeir aðilar sem að málum hafa komið mikla ábyrgð. Stjórnendur bankanna sjálfra, stofnanir eins og Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið og síðast en ekki síst ríkisstjórnin sjálf. Henni mátti vera ljóst hvert stefndi og hún bar ábyrgð á því að gripið yrði til nauðsynlegra ráðstafana til að forðast afleiðingar bankahruns. Það var ekki gert, a.m.k. ekki tímanlega. Þess vegna er mikilvægt að allir þessr aðilar axli ábyrgð. Bankarnir hafa verið ríkisvæddir og settar yfir þá nýjar stjórnir, hið sama þarf að gera við Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið (e.t.v. með samruna þessara stofnana) og svo þarf nýja ríkisstjórn með nýtt umboð kjósenda.
Þess vegna er að verða æ brýnna að gengið verði til kosninga sem fyrst svo þjóðin geti tekið ákvörðun um það í hvaða átt verður haldið við uppbyggingu og endurreisn íslensks samfélags.
![]() |
6 fundir með seðlabankastjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.11.2008 | 21:31
Og fjölmiðlar spyrja engra spurninga!
Það vakti athygli að þegar þessi frétt var birt þá tóku fjölmiðlar við henni gagnrýnislaust og spurðu engra ágengra spurninga, t.d. hvort búið væri að skrifa undir samkomulagið, hvaða skuldbindingar væru nákvæmlega í því, hvenær það yrði lagt fyrir Alþingi, hvort fjölmiðlar fengju að sjá skjalið og svo framvegis.
Ráðamenn hafa svo oft orðið tvísaga í þessum málum öllum að það verður að fá allt upp á borðið. Fjölmiðlar gegna ríku lýðræðislegu hlutverki í því efni. Munu þeir standa sig?
![]() |
Icesave-deilan leyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
10.11.2008 | 09:12
Þjösnaskapur Evrópusambandsins
Eitruð tenging
Nú kemur í ljós að Evrópusambandið, félagsskapur sem margir vilja að Ísland gangi í, beitir okkur sem þjóð ótrúlegum þjösnaskap þegar við erum að reyna að koma samfélaginu á lappirnar á nýjan leik. Það hefur komið á daginn, eins og við þingmenn VG sögðum strax í upphafi, að lánveiting frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum yrði með beinum eða óbeinum hætti tengd því að Ísland féllist á kröfur Breta, Hollendinga og fleiri aðila um uppgjör vegna innistæðureikninga íslenskra banka í þessum löndum. Þessi baneitraða tenging milli umsóknar um lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og deilnanna við Breta, Hollendinga o.fl. vegna innlánsreikninganna býður þeirri hættu heim að Ísland verði þvingað pólitískt til að ábyrgjast langtum meira en lagaleg skylda býður. Á fundi þingmannanefndar EES-svæðisins með fulltrúum frá framkvæmdastjórn og ráðherraráði Evrópusambandsins sl. þriðjudag kom fram ítrekað að sum aðildarríki ESB hygðust tengja atkvæði sín í stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins því að niðurstaða næðist í deilum við Íslendinga. Þessi framganga ESB er að mínu mati ekkert annað en fjárkúgun og lét ég þá skoðun skilmerkilega í ljós á umræddum fundi. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis tók undir þau sjónarmið mín.