Landsvirkjun slakar hvergi á klónni!

Landsvirkjun virðist, eftir því sem best verður séð, staðráðin í að halda áfram með áform um virkjun í neðri hluta Þjórsár.  Hart hefur verið tekist á um þessi virkjanaáform.   

 

Skömmu fyrir atkvæðagreiðsluna í Hafnarfirði um stækkun álversins í Straumsvík, birtu bændur og aðrir hagsmunaaðilar við Þjórsá áskorun til Hafnfirðinga um að hugsa til Þjórsár og hafna stækkuninni.  Þeim varð að ósk sinni.  Þar með hefði maður haldið að áformin um virkjun í neðri hluta Þjórsár væru úr sögunni. 

En svo virðist samt ekki vera.  Allt bendir til þess að haldið verði áfram með Þjórsárvirkjun, þar verði ekkert stopp.  Landsvirkjun heldur sínu striki og stjórnarsáttmáli hinnar nýju ríkisstjórnar gefur engin fyrirheit um að fossinn Dynkur í Þjórsá fái að vera óáreittur, gefur engin fyrirheit um að horfið verði frá virkjunaráformum í neðri hluta Þjórsár.  Nú reynir hins vegar á nýja stjórnarherra í ráðuneytum umhverfismála og orkumála.

Áskorun Náttúruverndarsamtaka Íslands er tímabær áminning um að full þörf er á að halda vöku sinni í þessu brýna umhverfis- og náttúruverndarmáli.


mbl.is Náttúruverndarsamtök skora á ríkisstjórnina að stöðva framkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Meirihluti landeigenda að svæðinu er hlyntur virkjununum. Það var hávær minnihlutahópur sem skrifaði bréfið. Reyndar var orðalagið í þessu bréfi sem kom degi fyrir kjördag og þess vegna ekki hægt að andmæla því eða grafast fyrir um hverjir stóðu á bak við það, á þann veg að lesa mátti úr því að Sól Í Straumi bæri ábyrgð á því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.5.2007 kl. 11:27

2 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Það kom nú reyndar í ljós að áskorunin hafði lítið með landeigendur og hagsmunaaðila að gera. Aðeins 2 af 25 aðilunum hafa einhverra hagsmuna að gæta og stærstur hluti landeigenda telur það vera betra að fá virkjun vegna aukinna möguleika á landnýtingu osv. 

Sjá nánar hér 

Guðmundur Ragnar Björnsson, 30.5.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Ef komið yrði í veg fyrir eina hagkvæmustu virkjun sem til er á landinu með lágmarks umhverfisáhrifum yrði það endanleg uppgjöf skynsemi gagnvart glórulausu ofstæki umhverfisverndarsinna.

Finnur Hrafn Jónsson, 30.5.2007 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband