Til hamingju með daginn sjómenn!

Í dag er sjómannadagurinn - hátíðisdagur sjómanna og fjölskyldna þeirra.  Og raunar allrar þjóðarinnar sem hefur átt og á enn svo mikið undir sjósókn og auðlindum hafsins.

Á sjómannadaginn er sjómönnum þökkuð mikilvæg störf í þágu þjóðarinnar, glaðst yfir sigrum og minnst þeirra sem farist hafa við sjómannsstörf.  Sjórinn gaf og sjórinn tók.  Um leið og við vitum og viðurkennum að sjórinn er undirstöðuauðlind og atvinnugrein landsins þá vottum við virðingu okkar þeim sem hafa fórnað lífi sínu í þágu þjóðarinnar.

Við eigum að hlúa vel að menningu og sögu þjóðarinnar.  Þar með talið atvinnusögu.  En við eigum líka að búa atvinnugreinunum góð starfsskilyrði og tryggja að auðlindirnar séu sameign þjóðarinnar.  Því miður hafa nú að undanförnu borist fréttir af erfiðu ástandi víða í sjávarbyggðum, sem einkum má rekja til fiskveiðistjórnunarkerfisins og þeirra ágalla sem á því eru.  Á sama tíma leggur Hafrannsóknastofnunin til umtalsverðan niðurskurð á fiskveiðiheimildum, einkum í botnfiski, næsta fiskveiðiár.  Það er því hætt við að þær geti orðið margar Flateyrarnar á næstunni!

Ég óska sjómönnum öllum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.  Megi gæfa fylgja störfum þeirra alla tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll frændi, ég bara mátti til með að kvitta fyrir mig fyrst ég datt inn á síðuna þína. Ég verð að vista hana á tölvunni hans pabba svo hann geti nú fylgst betur með þér og þínum.

Kær kveðja, Linda Ósk Sigurðardóttir

Linda Ósk Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 3.6.2007 kl. 19:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband