Og hvað segir heilög Jóhanna?

Hún var ekki smá launahækkunin sem bankaráð Seðlabankans ákvað að skaffa bankastjórunum.  Litlar 200 þúsund krónur á mánuði!  Fulltrúar allra flokka samþykktu hækkunina, nema fulltrúi Vinstri grænna, Ragnar Arnalds.

Ekki veit ég í hvaða veröld þeir lifa sem ráða þessum málum.  Þeir virðast vera gersamlega úr öllum tengslum við raunveruleikann í íslensku samfélagi.  Á undanförnum árum hefur Jóhanna Sigurðardóttir verið ötull talsmaður lágtekjufólks í landinu og gagnrýnt harkalega sukk og ósvinnu í fjármálageiranum.  Nú er Jóhanna enn á ný orðin ráðherra vinnumarkaðsmála, launa- og kjaramála.  Hvernig bregst hún við þessum tíðindum?

Telur heilög Jóhanna ekki tilefni til að gera athugasemdir við þessa ákvörðun?


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Það er  ekki bara ómálefnalegt, heldur bæði hallærislegt og ósmekklegt að uppnefna fólk í pólitískri umræðu.

Eiður Svanberg Guðnason, 6.6.2007 kl. 20:23

2 Smámynd: Þorsteinn Egilson

Sæll félagi. Þessar taktlausu hækkanir til toppanna í ríkisgeiranum eru orðnar svo alvanalegar að það er ekki nokkur maður sem tekur eftir þessu lengur. Svo þarftu nú vart að örvænta sjálfur, það hýtur að koma hækkun á Þingið líka.

-Veruleikafirringin virðist engum takmörkunum háð!!!!

Þorsteinn Egilson, 6.6.2007 kl. 21:15

3 Smámynd: 365

Já, það verður fróðlegt að sjá hver launahækkunin verður á Alþingi og hverjir setja sig á móti henni.

365, 6.6.2007 kl. 21:20

4 Smámynd: Magnús Þór Hafsteinsson

Hver eru heildarlaun þín Árni, sem borgarfulltrúi og svo framvegis og síðan sem þingmaður? Datt svona í hug að spyrja tilefnisins vegna. Mbk,

Magnús Þór Hafsteinsson, 6.6.2007 kl. 22:41

5 identicon

Ef þessi hækkun á eftir að verða forsenda fyrir kjaradóm þá er fjandinn laus. Í haust hefst samningur við 65% launþega en kjarasamningaskriðan er að fara af stað og nær hámarki vorið 2008. Hvað gera grunnskólakennarar þá?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 15:20

6 Smámynd: 365

Það á greinilega ekkert að svara, heldur þegja allt í hel, eða hvað?

365, 8.6.2007 kl. 10:06

7 Smámynd: 365

Við bíðum eftir svörum.

365, 8.6.2007 kl. 10:06

8 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Sæll 365.

Ég hef haft það sem reglu að svara ekki nafnlausum athugasemdum.  Vil gjarnan vita við hvern ég er að tala.

Árni Þór Sigurðsson, 9.6.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband