Brjóstumkennanlegt bull

Það er dapurlegt að horfa upp á meirihlutaskipti í borgarstjórn Reykjavíkur.  Sjálfstæðisflokkurinn leggst lægra en dæmi eru um í íslenskri pólitík með því að seilast inn í starfandi meirihluta og kaupa veikasta hlekkinn með borgarstjórastólnum.  Með því er leikið á lægstu hvatir og persónulegan harmleik og það er auvirðilegt og átakanlegt að fylgjast með.

Nýr borgarstjóri hefur bersýnilega sagt félögum sínum í fyrri meirihluta ósatt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar og afneitaði nýjum meirihluta.  Hann hefur líka sagt sjálfstæðismönnum ósatt um stuðning varamanns síns, við hana hafði hann ekki einu sinni talað.  Hver getur borið traust til slíks borgarstjóra?

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að atburðirnir hafi engin áhrif á stjórnarsamstarfið frekar en meirihlutaskiptin í haust.  Hér er þó tvennu ólíku saman að jafna.  Þá slitnaði upp úr samstarfi tveggja flokka vegna ágreinings um eitt stærsta deilumál í reykvískri pólitík og vegna innbyrðis trúnaðarbrests í röðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.  Nú gerist það að Sjálfstæðisflokkurinn er svo illa haldinn af valdaleysinu í borginni og örvæntingarfullur að hann ræðst inn í raðir starfandi meirihluta og kaupir sér aðild að meirihluta eins og ég sagði hér að ofan.  Formaður Sjálfstæðisflokksins var að sjálfsögðu hafður með í ráðum og vissi mætavel um atburðarásina, var sem sagt með rýtinginn á lofti gagnvart formanni Samfylkingarinnar og einum nánasta trúnaðarmanni hennar, Degi B. Eggertssyni, væntanlega til að  hefna fyrir ófarirnar í eigin herbúðum sl. haust.

Samfylkingunni stjórna engar geðluðrur  Ég trúi því að þessari atlögu verði svarað. Koma tímar og koma ráð.


mbl.is Engin áhrif á stjórnarsamstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: J. Trausti Magnússon

Heldur þú Árni að hinn almenni kjósandi sjái þetta með þessum augum. Það er með ólíkindum að sjá hvern af fætur öðrum af stjórnmálamönnum þeirra flokka sem nú eru í minnihluta reyna að segja okkur kjósendum að þetta sé einkvað allt öðruvísi og miklu miklu spilltara heldur en fyrir rúmum 100 dögum síðan. Það færi mikið betur að segja ekki neitt heldur en að vera með svona bull þar sem gengið er útfrá því að kjósendur séu fífl eða í það minnsta illa gefnir.

J. Trausti Magnússon, 22.1.2008 kl. 22:01

2 identicon

Ég tel að menn ættu að vanda sig í orðavali og spara gífuryrðin eins og hægt er. Sjálfstæðismenn í borgarstjórn Reykjavíkur hafa ekki "lagst lægra en dæmi eru um í íslenskri pólitík". Myndaður var meirihluti vegna brests í fráfarandi meirihluta. Það er ekkert ósiðlegt eða lágkúrulegt við það að mynda meirihluta með þessum hætti. Hið minnsta hafa fulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki lagst neitt lægra en þeir sem mynduðu meirihluta nú síðast. Þá er rétt að benda á það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki rofið neina sátt innan borgarstjórnar þetta kjörtímabilið og alltaf haldið í gerða samninga. Fulltrúar flokksins brenndu sig hins vegar á því að fyrrum samstarfsmaður þeirra, Björn Ingi, stóð ekki við gefin loforð.

Það að alþingismaður tali um borgarfulltrúa, réttkjörinn og reynslumikinn sem "veikasta hlekkinn" og tala um "persónulegan harmleik" er mjög dapurlegt. Menn mega ekki láta reiðina hlaupa með sig í gönur. Mér finnast þessi ummæli óviðeigandi og ósmekkleg.

Hvað fannst Árna Þór um samstarf Svandísar við Björn Inga Hrafnssyni fyrst hann hefur þá afstöðu til Ólafs F. að honum sé algjörlega "ótreystandi"?

Stefán Einar Stefánsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Árni þú ert brjóstumkennanlegur, það lekur af þér fýlan. Það leyndi sér ekki í viðtalsþætti í sjónvarpinu þar sem Sigurður Kári tó þig á hnéð eins og ódælan skólastrák. Og steinin tekur úr þegar þú sem þingmaður Vinstri grænna telur þig þess umkominn að vera með hótanir um að Samfylkingin hefni sín í landsmálapólitíkinni á Sjálfstæðisflokknum. Árni þú ert ekki eins stórt númer og þú heldur, þú ert þingmaður í flokki sem er valdalaus, fyrir utan að þið sitjið í bæjarstjórn Mossfellsbæjar í skjóli Sjálfstæðisflokksinns. Reyndar eftir á að hyggja hef ég aldrei séð þig nema í fýlu.

Ómar Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 00:28

4 identicon

Get nú ekki séð að þessi valdaskipti séu meiri eða öðruvisi en þau síðustu voru.Framsókn með einn mann sem treyst var á sveik Sjálfstæðisflokkinn og um leið gripu hinir sem áður voru í minnihluta tækifærið og mynduðu stjórn.Það sama er að gerast hér núna nema Björn Ingi og Ólafur skiptu um hlutverk.....hver er svo munurinn?Það er nú bara svo Árni að þið sem eruð í þessu politíska vafstri hlustið ekki á kjósendur og gerið lítið úr þeim.Við erum góð og vitiborin þegar ykkur vantar atkvæðið okkar en svo ekki meir.Þess á milli erum við fífl í ykkar augum og jú það er nefnilega að mörgu leiti rétt hjá ykkur,við erum það nefnilega.....hlustum á sömu lýgina og loforðin sem á hvort eð er að svíkja ,aftur og aftur en alltaf mætum við og kjósum.Virðumst ekki læra neitt og þið gangið á lagið.Þetta snýst ekkert um hagsmuni Borgarbúa eða landsmanna og er löngu hætt að gera það ef það nokkurn tíman hefur verið svo.Þetta snýst um að hafa völdin,góðu launin og bitlingana og koma sjálfum sér áfram.Fíflin(kjósendur)geta svo bara átt sig þar til í næstu kosningum og þá byrjar sama lýgin aftur.

Borðorðin ykkar eru nefnilega þessi.....Hér er ég....um mig....frá mér ....til mín....... 

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 03:52

5 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Bara að koma því á framfæri að ég stend við hvert orð sem ég skrifa í þessari færslu og það mun koma á daginn að ég hef rétt fyrir mér.  Enda kemur það fram í fjölmiðlum, m.a. í 22-fréttum Sjónvarps í gærkvöldi, að Ólafur F. Magnússon var blekktur til þessa samstarfs, beittur lygum og ósannindum og hann lét undan (veikasti hlekkurinn).  Ólafur staðfesti í raun þessa sögu sjálfur í viðtali við sjónvarpið.  Mér finnst þið sem hafið skrifað athugasemdir við þennan pistil minn ekki mjög læsir á pólitíska stöðu og enn síður að þið séuð mannþekkjarar.  Það er ekki minn vandi.

Árni Þór Sigurðsson, 23.1.2008 kl. 08:55

6 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Sæll Árni

Er Sjálfstæðismaður en mér blöskrar þetta.  Ekkert síður en fyrir 100 dögum síðan.  Mér finnst þetta bagalegt og hreint út sagt ótrúlegur farsi.  En ekki setja þig og ykkur VG á háan stall og vera með gífuryrði.  Ótrúlegt hvað þið snúist í hringi og nú gagnrýnið þið það sama og þið gerðuð sjálf!  Tókuð veikan og spilltan hlekk Björn Inga til þess að koma til valda.  Sama gerist nú og sem Sjálfstæðismaður er mér ekki skemmt, alls ekki. 

  "mjög læsir á pólitíska stöðu og enn síður að þið séuð mannþekkjarar"

Þessi orð þín bera vott um hroka og yfirlæti.  Vart svaraverð og ef þetta er það besta sem þú getur svarað þessu ágæta fólki sem hér lýsir yfir óánægju sinni yfir framgangi mála, jafnt nú og fyrir 100 dögum þá er ekkert í þig varið.

Örvar Þór Kristjánsson, 23.1.2008 kl. 09:07

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Mjög er af stjórnmálum dregið, ég segi ekki annað en það.

ÞEtta hefur farið hríðversnandi síðan R-listinn var soðinn saman af afli valdagræðginnar, frekar en heilindum.  Það fékkst þú að upplifa og finna á eigin skinni.

Við sem vorum pólitískir andstæðingar þínir bárum og berum flestir enn mikla virðingu fyrir þinni persónu, sem skein hvað skærast, þegar þú hélst við sögð orð, hvað sem á öðru gekk innan R-listans.

Nú virðist eitthvað hafa skolast til og sviguryrði látin falla um menn og gerðir þeirra, jafnvel látið liggja örfínt að veikindum manna.

Ég hef svosem stundum gripið til líkingamáls en nú hin síðari ár eru menn ekki eins læsir á það sem var hér í denn. 

En það mun svo, að við sumum kvillum og sjúkleikum eru til lyf en við öðrum ekki.  Egósentrismi og valdasýki er ein þeirra sótta, sem taka menn hart en ekki er til venjuleg mixtúra fyrir.  Sumir eru verr af henni haldnir en aðrir eins og gengur en þú skilur svosem alveg hvað ég meina.

hin breiðu spjótin tíðkast nú mjög hjá Framsókn og virðast nú einna hels vera í kringum þann einstakling sem grét á öxl þess, sem hann vó í forvali að úthlutun sæta til borgarstjórnarkosninganna síðustu.

Veit ekki hvort öll bitvopn eru úr baki Stefáns Hafsteins úr búri Ingibjargar en Stefán var einn helsti trúnaðarmaður hennar í tíð R-listans, að sérlegum vinkonum slepptum.  Gárungarnir sögðu um þær stungur, að Dagur hefði notað þá hnífa, sem út úr baki Stefáns stóðu, sem þrep uppeftir baki hans í valdabröltinu en auðvitað er það bölvað bull og það auðvitað rétt, að Sjálfstæðismenn fundu upp bakstungur og flályndi.

Vonandi batnar þetta hjá ykkur þarna í nýja minnihlutanum.

Með virðingu og vinsmd

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 23.1.2008 kl. 09:44

8 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú talar um veika hlekkinn. Mér er hugsað til tínda hlekksins. Gæti það verið hann Bjarni Kjartansson, sem rifjar upp ýmsar minningar og sannindi með virðingu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 23.1.2008 kl. 09:54

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

 

Ólafur F Magnússon hefur sagt skilið við kommúnista (VG), bleik-komma (Samsullið) og Framsókn ("Illt er að eiga framsóknarmann fyrir vin").  Hann var áður í Sjálfstæðisflokknum og sagði sig eingöngu úr honum vegna ósættis varðandi Kárahnjúkavirkjun.  Nú er komin borgarstjórn með borgarstjóra sem er treystandi, hvort sem það er Ólafur eða Vilhjálmur.

Til hamingju Reykvíkingar!

Sigurbjörn Friðriksson, 23.1.2008 kl. 13:21

10 identicon

Nei Árni ,kannski er það rétt hjá þér að við sem höfum tjáð okkur hér erum ekki læs/ir á pólitíska stöðu,það má vel vera en er það ekki vegna þess að við erum ekki að pota okkur áfram á lygum og sviknum loforðum?Að við séum vön/vanir að standa við þa ðsem við segjum?Það skildi þó aldrei vera að sá sé munurinn á okkur og ykkur?Að við séum ekki mannþekkjarar segirðu,hvað veist þú um það?Hefurðu hitt okkur eða séð ?   Og jú einmitt Árni....það er þinn einmitt vandi og hann getur orðið stór...við erum nefnilega kjósendur og þú skalt muna það.......hroki er hvergi vel liðinn og ekki mönnum til framdráttar og hefur aldrei verið.

Júlíus Már Baldursson (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband