Ekki hátt risið

Það er ekki hátt risið á nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, aðeins fjórðungur kjósenda styður hann.  Sjálfstæðisflokkur og F-listi fengu yfir 50% atkvæða í kosningunum fyrir einu og hálfu ári síðan.  Um 5% styðja Ólaf F. sem borgarstjóra en listi hans fékk um 10% í kosningunum.  Stjörnuhrapið virðist algert, og á við báða oddvitana Vilhjálm og Ólaf.  Ekki beint hægt að segja að borgarbúar taki nýjum meirihluta fagnandi.
mbl.is 25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grímulaus valdgræðgi og eiginhagsmunapot hér á ferðinni, engar hugsjónir engin málefni, bara hefnigirni og barnaskapur.

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:44

2 identicon

Æ elsku kallinn ertu svona sár.

Glanni (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einhvern veginn hefi eg á tilfinningunni að Ólafur hafi verið narraður út í þetta glórulausa ævintýri. Veikleiki borgarstjórnar liggur í því hve borgarfulltrúar eru fáir en frá 1908 eða í heila öld hefur þeim ekki fjölgað ef undan er skilið kjörtímabilið 1982-1986. Þá voru þeir 21 en var fækkað vegna þess að það hentaði Davíð betur.

Hvað finnst þér Árni um þá hugmynd að fjölga borgarfulltrúum t.d. í 35? Rökstuðningurinn er sá að með því væri tryggt að fleiri fagmenntaðir fulltrúar næðu kjöri ekki aðeins í borgarstjórn heldur einnig í nefndir og ráð. Stjórnskipun borgarinnar yrði væntanlegra betra hvað fagleg sjónarmið varðar og órói í pólitíkinni eins og nú hefði síður neikvæð áhrif.

Þá þarf að tryggja rétt minnihluta t.d. að minnihlutinn sé ætíð ábyrgur fyrir vissum málaflokkum. Það væri til þess að skyndilegar breytingar á pólitísku litrófi raski ekki því innra starfi sveitarfélagsins sem það að lögum ber að framfylgja. Þetta fyrirkomulag er víða erlendis og þykir reynast mjög vel. Víða eru 3 borgarstjórar, yfirborgarstjóri sem er virðingarstaða. Hinir eru ábyrgir annars vegar fyrir verklegum framkvæmdum og skipulagi. Er hann oft verkfræðingur eða með mjög góða menntun og reynslu á því sviði. Hinn undirborgarstjóri stýrir málaflokkum tengdum menningu, uppeldi, kennslu og fræðslu. Oft hafa þeir dýrmæta reynslu sem fyrrum kennarar, safnstjórar o.s.frv.

Annars væri mjög æskilegt að á vegum VG væri fjallað um málefni sveitarstjórna á félagsfundi eða ráðstefnu sem VG myndi standa að.

Bestu kveðjur og gangi þér vel í þínum praxís!

Mosi - alias

Guðjón Sigþór Jensson, 24.1.2008 kl. 09:36

4 identicon

Fólk er ekki sárt, heldur hneykslað á þessum vinnubrögðum. 

Júlíus Freyr Theodórsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:41

5 Smámynd: Jóhann Ólafsson

Það var ömurlegt að sjá framgang ungliða VG hrópandi og gólandi. Þetta eru miklir lýðræðissinnar ! Hvað næst Árni ? Beita ofbeldi ?

Jóhann Ólafsson, 24.1.2008 kl. 14:21

6 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07

Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv

Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:

http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016

Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/

kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:09

7 identicon

Fyrirgefðu Árni en kerfið leyfði ekki slóðirnar:

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóð á viðtal við Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síðastliðinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Þór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er því haldið fram að sjálfstæðismenn hafi lekið upplýsingum um heilbrigðisvottorð

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 17:56

8 Smámynd: Jón Magnússon

Nýr borgarstjóri í Reykjavík er í Íslandshreyfingunni og það eru allir helstu lautinantar hans. Það er því villandi að kenna hann við Frjálslynda flokkinn og tala um F listann án skýringa. Frjálslyndi flokkurinn stendur ekki að meirihluta Ólafs F. Magnússonar. Lesa má nánar um skoðanir mínar á málinu á bloggsíðu minni. En vinsamlegast Árni kenndu Ólaf við þann stjórnmálaflokk sem hann er félagi í en það er Íslandshreyfingin.

Jón Magnússon, 25.1.2008 kl. 01:15

9 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Til að svara athugasemdum 9 og 10:

600 manna úrtak er viðurkennd stærð í skoðanakönnun af þessu tagi eftir því sem ég best veit.  Hygg að þetta sé hin verjulega úrtaksstærð hjá Fréttablaðinu og sé hún ekki marktæk þá á það ekki bara við þessa könnun.  Líklega segir svarhlutfallið meira um marktækni könnunarinnar.

Hvað F-listann varðar félagi Jón, þá var í borgarstjórnarkosningunum 2006 boðinn fram F-listi Frjálslyndra og óháðra.  Hér að ofan vísa ég einungis til listabókstafsins F án þess að nefna flokk á nafn, nákvæmlega vegna þess að ég veit vel um það sem þú skrifar.  En að vísa til Íslandshreyfingarinnar væri beinlínis rangt því hún var ekki í framboði 2006, var hún nokkuð til þá?

Árni Þór Sigurðsson, 25.1.2008 kl. 09:24

10 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvernig getum við komið í veg fyrir upplausn í stjórnkerfi á 3ja mánaða fresti eins og raunin virðist vera? Er stjórnkerfið ekki meingallað? Réttur minnihluta við stjórn borgarinnar er mjög óverulegur en lýðræðislega séð er hlutverk minnihluta oft ekki síður mikilvægur en meirihluta.

Núverandi stjórnkerfi Reykjavíkur hefur ekki tekið miklum breytingum. það hentar mjög vel sterkum stjórnmálamanni sem vill drottna í anda Il Principo eftir Macchiavelli. Fjölga þarf fulltrúum verulega og færa stjórnkerfið til nútíma eins og best hefur reynst í stjórnun meðalstórra borga og sveitarfélaga erlendis.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 25.1.2008 kl. 10:05

11 Smámynd: Egill Gautason

Jóhann Ólafsson, fólk hefur fullan rétt í lýðræðisþjóðfélagi til að mótmæla aðgerðum þeirra sem stjórna. Og það er langur vegur milli hrópa og ofbeldis.

Egill Gautason, 25.1.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband