Ríkisstjórnarflokkarnir taka ábyrgð á Davíð

Tillaga stjórnarandstöðuflokkanna um vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar var felld á Alþingi í dag.  Það kom svo sem ekki á óvart að stjórnarliðið yrði allt dregið í sína dilka hvað sem líður yfirlýsingum einstaklinga innan þeirra herbúða um að það eigi að kjósa fyrr en síðar.

Það sem vekur auðvitað sérstaka athygli er að nú tóku báðir stjórnarflokkarnir af skarið um að þeir beri alla ábyrgð á ástandi efnahagsmálanna, þeir beri ábyrgð á bankahruninu og þeirri kreppu sem nú ríður yfir íslenskt samfélag.  Og að þeir beri ábyrgð á Seðlabankanum og stjórnendum þar, og þeim mistökum sem Seðlabankinn hefur gert að undanförnu.

Bankastjórn Seðlabankans starfar í skjóli og umboði ríkisstjórnarinnar, þingrof og kosningar hefðu án efa leitt til myndunar nýrrar ríkisstjórnar sem hefði m.a. látið það verða sitt fyrsta verk að hreinsa út úr Seðlabankanum það sem þar þarf að hreinsa út.  En nei, stjórnarflokkarnir báðir vilja heldur halda áfram á sömu vegferð og hingað til og vilja bersýnilega gerast klappstýrur Seðlabankastjóra.  Þá vitum við það!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var ánægður með kraftinn í Steingrími sérstaklega, sem Ögmundi og öðrum ræðumönnum VG. Tillagan hefði þurft að vera betur útfærð, það er fullsnemmt að kjósa í febrúar.

Stjórnarandstaðan hefði þurft að samhæfa sig betur í málinu. Flokkarnir voru sammála um að ríkisstjórnin ætti að fara frá, en á mjög mismunandi forsendum.

Það er eins og þú veist málefnaágreiningur í gangi meðal þessara flokka, en þeir hefðu allavega átt að reyna betur að koma fram sem ein heild í þessu mikilvæga máli.

A.m.k. er það virðingarvert að þið skylduð stíga þetta skref. Orustan tapaðist ekki stríðið, það er augljóst að mikil andúð ríkir á stjórninni. Þess vegna verður að vera einhver alvöru valkostur við hana og þar bera stjórnarandstöðuflokkarnir mikla ábyrgð. Annars spretta bara fram ný framboð og allt eins hætta á að það auki á sundrungina.

Theódór Norðkvist, 25.11.2008 kl. 01:07

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér má gefa Ríkisstjórninni stjörnu í kladdann fyrir vel unnin störf.

http://www.photo.is/rikisstjorn.html

Kjartan Pétur Sigurðsson, 25.11.2008 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband