Sjálfstæðisflokkurinn passar sitt

Sjálfstæðisflokkurinn ætlar bersýnilega að þvælast eins og hann mögulega getur fyrir því að unnt verði að endurheimta traust á Seðlabankanum.  Meðan þúsundir landsmanna hafa misst atvinnu sína vegna efnahagsmistaka Sjálfstæðisflokksins hefur hann mestar áhyggjur af atvinnuöryggi örfárra, ekki síst þess sem leiddi nýfrjálshyggjuna og einkavinavæðingu bankanna yfir þjóðina með skelfilegum afleiðingum.  Stórmannlegt!
mbl.is Gagnrýna afgreiðslu meirihluta viðskiptanefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Ertu semsagt að segja að allt þetta tal um "faglega" eigi bara við þegar hentar ?

Ég hefði nú talið að VG og SF myndu vilja geta lagt þetta frumvarp frá sér þannig að það væri hafið yfir vafa.

Carl Jóhann Granz, 13.2.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Heidi Strand

Skelfilegt hvað hann hefur mikið fylgi þrátt að hafa satt okkar á hausinn, en það er hægt að gera illt verra.

119976788 07258b2f31 m 793082.jpg

Heidi Strand, 13.2.2009 kl. 22:50

3 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þessi afstaða þeirra kemur þér þó ekki sérlega á óvart, er það nokkuð?

Ingibjörg Hinriksdóttir, 13.2.2009 kl. 23:25

4 Smámynd: Jónas Egilsson

Árni.

Ég hafði reyndar búist við stórmannlegri og málefnalegri umræðu frá þér. Viðsnúningur þinna manna í ýmsum stórum málum er eftirtektarverður og greinilega snýst ekkert um "prinsip" heldur það að komast að stjórnarráðinu. Nefnd eru aðeins tvö mál í því sambandi, IMF og réttindi opinberra starfsmanna ásamt sjálfstæði Seðlabankan gagnvart framkvæmdavaldinu.

Ennfremur má svo sem nefna aðgerðir tímabundinnar minnihlutastjórnar - í hvers umboði starfar hún? Landinn hefði verið illa svikinn hefði VG verið í stjórnarandstöðu og ekkert heyrst í þeim við þessar aðstæður! Ekki satt?

Jónas Egilsson, 13.2.2009 kl. 23:31

5 Smámynd: Björn Finnbogason

OG hvað?  Á þá bara að halda sig til hlés meðan landið fer til helvítis?  Þeim þingmönnum fer fækkandi sem hafa eitthvert erindi þarna á þingi.  Leikskólanemendur tækju réttari ákvarðanir en alþingismenn, og yrðu mikið fljótari að því!

Björn Finnbogason, 14.2.2009 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband