Mannlíf: VG næst stærst og nálgast Sjálfstæðisflokkinn

Tímaritið Mannlíf hefur kannað fylgi við stjórnmálaflokkanna undanfarna mánuði.  Nýjasta könnunin er birt í þessari viku en hún var tekin dagana 24. - 26. febrúar sl.  Úrtakið í könnuninni er tæplega 4500 manns og 61% taka afstöðu, eða tæplega 2800 kjósendur.  Um 31% eru óákveðin. 

Samkvæmt þessari könnun fær Sjálfstæðisflokkurinn 33,2% en fékk um 35% í síðustu könnun, Vinstri græn fá 28,5% en voru með um 22% síðast.  Samfylking er þriðji stærsti flokkurinn með 22,3% samanborið við um 24% síðast, Framókn með 9,2% sem er óbreytt og Frjálslyndir með 6,9% en þeir voru með um 10% í síðustu könnun.

Þessi könnun staðfestir það sem allar aðrar kannanir hafa verið að sýna að undanförnu að Vinstri græn eru með góðan byr í seglin og eru næststærsti stjórnmálaflokkur landsins.  Fylgi VG hefur verið að aukast jafnt og þétt marga undanfarna mánuði.  Það vekur vissulega athygli í þessari könnun að munurinn á milli VG og Sjálfstæðisflokks er minni en á milli VG og Samfylkingar.  Samanlagt eru VG og Samfylking með rúm 50% atkvæða meðan ríkisstjórnarflokkarnir tveir ná aðeins 42,4%.

Allt bendir því til stjórnarskipta í vor og að Vinstri græn verði helsti burðarás nýrrar ríkisstjórnar.  Sannarlega spennandi tímar í vændum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

VG gætu hæglega verið að vinna stærsta kosningasigur Íslandssögunnar.Ég sé samt ekki fyrir mér,að þeir verði neitt burðarás í nýrri ríkisstjórn.Stefna VG í utanríkis - varnar - og öryggismálum hræðir alla flokka frá samstarfi við þá.Steingrímur hefur lýst ótal sinnum skoðunum sínum á NATO og Ísland þurfi ekki á neinum sérhæfðum öryggissveitum að halda utan lögreglu og landhelgisgæslu.Andstaða róttækra vinstri manna gegn lögreglunni er alkunn.Þeim yrði aldrei treyst fyrir utanríkis - og varnarmálum né yfirstjórn löggæslunnar.Hinn róttæki armur VG virðist nú hafa náð sterki stöðu innan VG. Það er því mikil óvissa hvaða markmið flokkurinn setur sér í stjórnarviðsræðum og því fremur ólíklegt að hann verði neinn burðarás í nýrri ríkisstjórn,nema íhaldið bjóði honum vænlega kosti.

Kristján Pétursson, 13.3.2007 kl. 00:24

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Held að vinstri græn og sjálfstæðisflokkur geti allveg unnið saman, sko!!

Tómas Þóroddsson, 13.3.2007 kl. 03:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband