Loksins næst réttlæti

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um afnám sérstakra eftirlaunalaga fyrir ráðherra, þingmenn, hæstaréttardómara og forseta Íslands.  Frumvarpið er að efni til í samræmi við tillögur okkar Vinstri grænna í vetur þegar eldri eftirlaunalögum var breytt lítillega. 

Verði frumvarpið samþykkt á Alþingi má segja að loksins náist réttlæti í þessum eftirlaunamálum, sem hafa um árabil verið í mesta ólestri.  Þá munu þeir aðilar sem hér um ræðir hafa nákvæmlega sömu réttindi og skyldur í lífeyrismálum og opinberir starfsmenn.  Ég hef enga trú á öðru en að meirihluti Alþingis sé sama sinnis og núverandi ríkisstjórn og frumvarpið verði samþykkt.


mbl.is Vilja afnema eftirlaunalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ben

Sjaldan hef ég verið meira sammála einhverjum þingmanna Vinstri grænna en núna, vel af sér vikið.

Vona að þetta fari í gegn á sem skemmstum tíma, varla ætla sjallar eða frammarar að standa í vegi fyrir því svona rétt fyrir kosningar.

Góðar stundir

Einar Ben, 16.2.2009 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband